Harðar saga og Hólmverja

Bag om Harðar saga og Hólmverja

Harðar saga og Hólmverja flokkast sem svokölluð útlagasaga og svipar henni til bæði Grettis sögu og Gísla sögu Súrssonar þó hún sé þeim að mörgu leyti frábrugðin líka. Sagan segir frá Herði Grímkelssyni sem ungur heldur utan. Kona Harðar var Helga Jarlsdóttir. Hörður var dæmdur til útlegðar og settist hann að í Geirshólma í Hvalfirði í kjölfarið. Þegar svo kom til átaka þar sem Hörður var veginn synti ekkja hans með syni þeirra tvo í land, til þess að komast undan. Styrmir fróði Kárason hefur verið nefndur sem hugsanlegur höfundur verksins en slíkt er þó algerlega óstaðfest. Sagan þykir endurspegla rósturtíma Sturlungaaldar og hafa fræðimenn jafnvel talið sig sjá líkindi með Herði Grímkelssyni og Sturlu Sighvatssyni. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.

Vis mere
  • Sprog:
  • Islandsk
  • ISBN:
  • 9788726516357
  • Format:
  • MP3
  • Beskyttelse:
  • Digital vandmærkning
  • Udgivet:
  • 2. april 2020
  • Oplæser:
  • Hjálmar Hjálmarsson
Leveringstid: Straks på e-mail

Beskrivelse af Harðar saga og Hólmverja

Harðar saga og Hólmverja flokkast sem svokölluð útlagasaga og svipar henni til bæði Grettis sögu og Gísla sögu Súrssonar þó hún sé þeim að mörgu leyti frábrugðin líka. Sagan segir frá Herði Grímkelssyni sem ungur heldur utan. Kona Harðar var Helga Jarlsdóttir. Hörður var dæmdur til útlegðar og settist hann að í Geirshólma í Hvalfirði í kjölfarið. Þegar svo kom til átaka þar sem Hörður var veginn synti ekkja hans með syni þeirra tvo í land, til þess að komast undan.
Styrmir fróði Kárason hefur verið nefndur sem hugsanlegur höfundur verksins en slíkt er þó algerlega óstaðfest. Sagan þykir endurspegla rósturtíma Sturlungaaldar og hafa fræðimenn jafnvel talið sig sjá líkindi með Herði Grímkelssyni og Sturlu Sighvatssyni.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.