Læknirinn og dauðinn

Bag om Læknirinn og dauðinn

Þegar fátækur bóndi eignast 13. barnið sitt heldur hann af stað út á þjóðveginn til að finna skírnarvott til að tryggja barninu bjarta framtíð. Á vegi hans verða Guð almáttugur, Kölski og dauðinn sjálfur. Eftir nokkra umhugsun velur bóndinn fátæki dauðann sem skírnarvott því hann gerir ekki upp á milli nokkurs manns. Barnið vex og er orðið að ungum pilti þegar dauðinn færir því skírnargjöfina og gerir það að frægum lækni. Það eina sem hann þurfti að gera var að fylgja fyrirmælum dauðans um hverjum ætti að bjarga og hver ætti að deyja. Innan skamms er pilturinn orðinn frægasti læknir í heimi sem fylgir fyrirmælum dauðans í einu og öllu eða allt þar til hann er kallaður til að hlúa að konungnum. Ungi pilturinn stendur nú frammi fyrir þvi að að taka ákvörðun um afdrif konungsins þess minnugur að dauðinn gerir ekki upp á milli nokkurs manns. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra. Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.

Vis mere
  • Sprog:
  • Islandsk
  • ISBN:
  • 9788728038659
  • Format:
  • MP3
  • Beskyttelse:
  • Digital vandmærkning
  • Udgivet:
  • 29. januar 2022
  • Oplæser:
  • Árni Beinteinn Árnason
  • Oversætter:
  • Theódór Árnason
Leveringstid: Straks på e-mail

Beskrivelse af Læknirinn og dauðinn

Þegar fátækur bóndi eignast 13. barnið sitt heldur hann af stað út á þjóðveginn til að finna skírnarvott til að tryggja barninu bjarta framtíð. Á vegi hans verða Guð almáttugur, Kölski og dauðinn sjálfur. Eftir nokkra umhugsun velur bóndinn fátæki dauðann sem skírnarvott því hann gerir ekki upp á milli nokkurs manns. Barnið vex og er orðið að ungum pilti þegar dauðinn færir því skírnargjöfina og gerir það að frægum lækni. Það eina sem hann þurfti að gera var að fylgja fyrirmælum dauðans um hverjum ætti að bjarga og hver ætti að deyja. Innan skamms er pilturinn orðinn frægasti læknir í heimi sem fylgir fyrirmælum dauðans í einu og öllu eða allt þar til hann er kallaður til að hlúa að konungnum. Ungi pilturinn stendur nú frammi fyrir þvi að að taka ákvörðun um afdrif konungsins þess minnugur að dauðinn gerir ekki upp á milli nokkurs manns.
Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.
Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.