Jón Sigurðsson: Síðasti áfangi

Bag om Jón Sigurðsson: Síðasti áfangi

Í fimmta og síðasta hefti ævisögu Jón Sigurðssonar er farið yfir aðdraganda stöðulaganna sem tóku gildi árið 1871. Sama ár var Þjóðvinafélagið stofnað sem var fyrsti stjórnmálaflokkur Íslands og sinnti Jón formennsku þess. Þá er fjallað um fyrstu stjórnarskrána sem þjóðin hlaut árið 1874 og átti Jón stóran þátt í þeim merka áfanga. Lesendur fá innsýn í ritstörf, hagi og síðustu afskipti Jóns af þjóðmálum. Líkur þá sögu eins eftirminnilegasta og merkasta leiðtoga í sögu Íslendinga. Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason. Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.

Vis mere
  • Sprog:
  • Islandsk
  • ISBN:
  • 9788728281833
  • Format:
  • ePub
  • Beskyttelse:
  • Digital vandmærkning
  • Udgivet:
  • 25. juli 2023
Leveringstid: Straks på e-mail

Beskrivelse af Jón Sigurðsson: Síðasti áfangi

Í fimmta og síðasta hefti ævisögu Jón Sigurðssonar er farið yfir aðdraganda stöðulaganna sem tóku gildi árið 1871. Sama ár var Þjóðvinafélagið stofnað sem var fyrsti stjórnmálaflokkur Íslands og sinnti Jón formennsku þess. Þá er fjallað um fyrstu stjórnarskrána sem þjóðin hlaut árið 1874 og átti Jón stóran þátt í þeim merka áfanga. Lesendur fá innsýn í ritstörf, hagi og síðustu afskipti Jóns af þjóðmálum. Líkur þá sögu eins eftirminnilegasta og merkasta leiðtoga í sögu Íslendinga.
Jón Sigurðsson I-V er ævisaga þjóðarhetju og leiðtoga Íslands í sjálfstæðisbaráttunni á 19. öld. Ævisagan var upprunalega gefin út í fimm bindum af Hinu Íslenzka Þjóðvinafélagi í Reykjavík á árunum 1929-1933. Verkið er viðamikið og gefur innsýn í afdrifaríka ævi Jóns Sigurðssonar og sjálfstæðisbaráttuna við Dani. Höfundur bókanna er Páll Eggert Ólason.
Páll Eggert Ólason (1883-1949) var íslenskur doktor og prófessor í sagnfræði. Eftir stúdentsprófið lauk hann embættisprófi í lögfræði við Háskóla Íslands og hlaut síðar doktorsnafnbót fyrir rit sitt um Jón Arason. Páll sinnti fjölbreyttum störfum í gegnum tíðina en þar má helst nefna stöðu bankastjóra Búnaðarbankans, skrifstofustjóra fjármálaráðuneytisins og bæjarfulltrúa í Reykjavíkurborg. Þekktastur er Páll þó fyrir fræða- og ritstörf sín sem skipuðu stóran sess á starfsferli hans. Hann var afkastamikill rithöfundur enda fróður um sögu Íslands og afar leikinn við heimildavinnu. Ritverk hans eru bæði yfirgripsmikil og efnisrík en meðal þeirra eru samantekt á Íslenzkum æviskrám, Ævisaga Jóns Sigurðssonar I-V og Menn og menntir siðaskiptaaldarinnar á Íslandi I-IV.