Gurra Grís - Afi Kanína fer út í geim og aðrar sögur

Bag om Gurra Grís - Afi Kanína fer út í geim og aðrar sögur

Í þessu sögusafni um Gurru, grísastelpuna vinsælu, er farið um víðan völl og lesendur kynnast alls kyns áhugaverðum persónum. Sögurnar gerast allar í og við leikskóla Gurru og þau búa til kastala, læra um vísindi, fara á safn, læra um geiminn og kynnast þjóðum heimsins. Ásamt Gurru má finna í sögunum þau frú Gasellu, Kötu kind, Halla hest, afa Kanínu og marga fleiri. Þetta eru skemmtilegar sögur sem öll fjölskyldan getur lesið saman. © Hasbro. All rights reserved. Við lendum í spennandi ævintýrum með Gurru grís, Georg, mömmu, pabba, Siggu sebrahesti, Kötu kind, Kristjönu kanínu og mörgum fleiri! Förum í Gurrusirkus, útileiki, körfubolta og bátsferðir og búum okkur undir að hoppa í drullupollum með uppáhaldsgrísastelpunni okkar! Oink! Oink! Það voru Neville Astley og Mark Baker sem bjuggu til hinn dásamlega heim með Gurru grís. Síðan þættirnir voru fyrst sýndir á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni árið 2004 hefur Gurra ferðast til meira en 180 landa. Einnig hafa verið búin til leikföng og fatnaður með myndum af henni, gefnar út bækur og rúmlega 330 sjónvarpsþættir framleiddir. Gurra er indæl fjögurra ára grísastelpa sem býr hjá mömmu sinni og pabba og litla bróður sínum Georg. Gurru finnst gaman að passa Georg litla bróður sinn og lenda í ævintýrum með honum. Með henni í för er litli, sæti bangsinn hennar. Auk þess finnst Gurru gaman að leika við bestu vinkonu sína Kötu kind, heimsækja afa og ömmu og fá heimabakaða súkkulaðiköku og skrifast á við frönsku pennavinkonuna sína. En skemmtilegast af öllu finnst Gurru að hoppa í drullupollum og hlæja og skríkja.

Vis mere
  • Sprog:
  • Islandsk
  • ISBN:
  • 9788728335727
  • Format:
  • MP3
  • Beskyttelse:
  • Digital vandmærkning
  • Udgivet:
  • 1. juli 2022
  • Oplæser:
  • Vaka Vigfúsdóttir
Leveringstid: Straks på e-mail

Beskrivelse af Gurra Grís - Afi Kanína fer út í geim og aðrar sögur

Í þessu sögusafni um Gurru, grísastelpuna vinsælu, er farið um víðan völl og lesendur kynnast alls kyns áhugaverðum persónum. Sögurnar gerast allar í og við leikskóla Gurru og þau búa til kastala, læra um vísindi, fara á safn, læra um geiminn og kynnast þjóðum heimsins. Ásamt Gurru má finna í sögunum þau frú Gasellu, Kötu kind, Halla hest, afa Kanínu og marga fleiri. Þetta eru skemmtilegar sögur sem öll fjölskyldan getur lesið saman.
© Hasbro. All rights reserved.
Við lendum í spennandi ævintýrum með Gurru grís, Georg, mömmu, pabba, Siggu sebrahesti, Kötu kind, Kristjönu kanínu og mörgum fleiri! Förum í Gurrusirkus, útileiki, körfubolta og bátsferðir og búum okkur undir að hoppa í drullupollum með uppáhaldsgrísastelpunni okkar! Oink! Oink!
Það voru Neville Astley og Mark Baker sem bjuggu til hinn dásamlega heim með Gurru grís. Síðan þættirnir voru fyrst sýndir á Nickelodeon sjónvarpsstöðinni árið 2004 hefur Gurra ferðast til meira en 180 landa. Einnig hafa verið búin til leikföng og fatnaður með myndum af henni, gefnar út bækur og rúmlega 330 sjónvarpsþættir framleiddir.
Gurra er indæl fjögurra ára grísastelpa sem býr hjá mömmu sinni og pabba og litla bróður sínum Georg. Gurru finnst gaman að passa Georg litla bróður sinn og lenda í ævintýrum með honum. Með henni í för er litli, sæti bangsinn hennar. Auk þess finnst Gurru gaman að leika við bestu vinkonu sína Kötu kind, heimsækja afa og ömmu og fá heimabakaða súkkulaðiköku og skrifast á við frönsku pennavinkonuna sína. En skemmtilegast af öllu finnst Gurru að hoppa í drullupollum og hlæja og skríkja.