Bøger af Sylvanus Cobb

Filter
Filter
Sorter efterSorter Nyeste
  • af Sylvanus Cobb
    69,99 kr.

    Sagan fjallar um Pál Larún, sem er alinn upp á sjóræningjaskipinu Plágu Antilla-eyja. Pál grunar að þó skipstjórinn Marl Larún segist vera faðir hans, sé hann það ekki og hann einsetur sér að komast að því hverra manna hann er í raun og veru. Páll lendir í miklum ævintýrum áður en yfir lýkur og finnur jafnvel ástina í leiðinni.Sylvanus Cobb yngri (1823-1887), skrifaði um 120 skáldsögur og fleiri en 800 smásögur um ævina. Hann sérhæfði sig í sögum sem voru spennandi og gátu haldið lesendum föngnum viku eftir viku, enda skrifaði hann fyrst og fremst framhaldssögur fyrir bandarísk vikurit. Hann notaði ýmis höfundarnöfn, þar á meðal: Austin Burdick, Charles Castleton, Walter B. Dunlap, Enoch Fitzwhistler, Dr. J. H. Robinson, Dr. S. LeCompton Smith, Symus pílagrímur og Amos Winslow yngri.

  • af Sylvanus Cobb
    69,99 kr.

    „Útlit hans lýsti því glögglega, að hann var ekki fæddur í Týrus, en hvaðan hann kom var öllum hulið." Þannig er lýsingin á hinum dularfulla handiðnaðarmanni Gio, sem vel er liðinn þótt enginn viti deili á honum. Réttlætiskennd hans og góðmennska knýr hann til að bjarga hinni fögru Marinu úr klóm auðugra og óvandaðra manna, en ýmislegt óvænt bý undir, og fortíð Gios er flóknari en virðist í fyrstu.Sagan birtist fyrst sem framhaldssaga í Bergmáli, tímariti Vestur-Íslendinga og gat sér þar góðan orðstýr.Sylvanius Cobb var vinsæll bandarískur höfundur um miðja 19. öld. Hann skrifaði fjölda skáldsagna og framhaldssagna í dagblöð og tímarit og gaf verk sín út undir ýmsum dulnefnum. Íslenskum lesendum ætti hann að vera að góðu kunnur fyrir söguna vinsælu um Valdimar munk.

  • af Sylvanus Cobb
    47,99 kr.

    Sagan gerist í Moskvu á seinni hluta 17. aldar, þegar Rússland er í upplausn og valdabarátta ríkjandi. Hér segir frá Rúrik Nevel, byssusmið sem verður ástfanginn af ungri greifynju. Út frá því spinnst spennuþrungin frásögn, þar sem við sögu kemur Pétur hinn mikli dulbúinn sem munkurinn Valdimar. Sagan kom fyrst út sem framhaldssaga í tímaritinu New York Ledger árið 1856, en hefur verið endurútgefin þó nokkrum sinnum og þýdd á fjölda tungumála.Sylvanus Cobb, yngri (1823-1887), skrifaði um 120 skáldsögur og fleiri en 800 smásögur um ævina. Hann sérhæfði sig í sögum sem voru spennandi og gátu haldið lesendum föngnum, enda skrifaði hann fyrst og fremst framhaldssögur fyrir bandarísk vikurit. Hann notaði ýmis höfundarnöfn, þar á meðal: Austin Burdick, Charles Castleton, Walter B. Dunlap, Enoch Fitzwhistler, Dr. J. H. Robinson, Dr. S. LeCompton Smith, Symus pílagrímur og Amos Winslow yngri. Valdimar munkur er frægasta saga hans.