Bøger på Islandsk
-
10,99 kr. Konungssonur nokkur óskar sér einskis heitar en að giftast prinsessu, en það verður að vera sönn prinsessa. Þrátt fyrir mikla leit verður honum lítið úr að finna nokkra sem uppfyllir þær kröfur. En eitt votviðrasamt kvöld ber hráblaut stúlka að dyrum og beiðist gistingar. Það liggur í augum uppi að hún er prinsessa – en er hún sönn prinsessa? Gamla drottningin kann ráð til að komast að því. Hún leggur baun neðst í rúmið hennar, til að sjá hvernig henni verði við. Og morguninn eftir hefur hún sögu að segja. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Prinsessan á bauninni" er örstutt saga sem dregur saman ímynd margra prinsessa sem finna má í verkum hans. Þó ekki sé ljóst hvers vegna hin sanna prinsessa var ein á ferli í óveðrinu er ljóst, að hún er svo sannarlega viðkvæm eins og skrautblóm.
-
Fra 10,99 kr. Ungur dáti á leiðinni heim úr stríði mætir gamalli kerlingu. Sú segir honum að geri hann henni lítinn greiða skuli hann eignast alla þá peninga sem hann getur óskað sér. Verkefnið sem honum er falið er að klifra niður í holan trjástofn og sækja gömul eldfæri. Þar mæta honum hundar þrír, sem hafa augu á stærð við undirskálar, mylnuhjól og sívaliturna, og gæta hver um sig kistla með kopar-, silfur- og gullpeningum. Kerlingin kenndi honum brellu til að leika á hundana og hann fyllir vasa sína af gullpeningum. En mikill vill meira og í ágirnd sinni á eldfærunum dularfullu drepur hann kerlinguna og heldur til borgarinnar að lifa í vellystingum. Þar uppgötvar hann galdramátt eldfæranna sem verða upphafið að atburðarrás græðgi og klækjabragða.Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Eldfærin" eru eitt af hans grimmustu ævintýrum, sem þrátt fyrir að hafa yfirbragð spennu og bellibragða sýna hvernig ágirndin getur hlaupið með menn í gönur, með ófyrirséðum afleiðingum. rn
-
10,99 kr. Á degi hverjum glymur í eyrum stórborgarbúanna undurfagur hljómur dularfullrar klukku. Enginn veit hvar klukkan er sem hringir svona fagurlega. Fólkið leggur af stað út í skóginn í leit að uppsprettu hljóðsins, en truflast á leiðinni og alltaf slær klukkan utan seilingar. Keisarinn lætur þau boð út ganga, að hver sá sem geti uppgötvað, hvaðan hljóðið komi verði skipaður „heimshringjari". Ýmsir sækjast eftir þeirri nafnbót, en falsspámenn eru víða. Það er ekki fyrr en tveir ungir fermingardrengir fara á stúfana, fullir af æskufjöri og fróðleiksþorsta, að nýjar vísbendingar koma fram í hinu dularfulla klukkumáli. Þó leiðir þeirra liggi ekki saman er áfangastaðurinn einn og hinn sami, en útlit klukkunnar er heldur óvænt. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Klukkan" sameinar mörg af hans helstu skáldskapareinkennum. Þar birtist samspil manns og hinnar upphöfnu náttúru sem mannskepnan skilur varla lengur. Trúarlegur undirtónn, sem er áberandi víða í ævintýrum Andersens, skapar fyllingu í heildarmyndina. Úr verður undurfagurt samspil fegurðar náttúrunnar og barnslegs hreinleika manneskjunnar. rn
-
Fra 10,99 kr. Það er alkunna að þegar börnin syfjar á kvöldin er það vegna þess að Óli Lokbrá stráir dufti í augu þeirra, sem gerir augnlokin þung svo þau haldist ekki uppi. Þetta gerir hann svo börnin verði róleg og þæg og hann geti sagt þeim sögur. Með regnhlífunum sínum tveimur stjórnar hann draumförum barnanna. Með þeirri skrautlegu færir hann góðum börnum fegurstu drauma, en með hinni, sem á er alls ekki neitt færir hann óþekkum börnum draumlausan kjánasvefn.Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Hér komast lesendur í betri kynni við Óla Lokbrá, sem flest þekkja þó af afspurn. Gegnum sjö sögur, eina fyrir hvern vikudag, sem hann segir litlum dreng verður baksaga hans skýrari. Hver saga er draumaævintýr, þar sem hversdagslegir hlutir eins og leikföng vakna til lífsins, og allt er mögulegt. Um leið sýnir Óli Lokbrá drengnum ýmsar skuggahliðar veraldarinnar, og kynnir hann meðal annars fyrir bróður sínum, og þar eru harla óvænt fjölskyldutengsl.
-
Fra 10,99 kr. Í fjarlægu landi búa tólf systkin, ellefu bræður og ein systir. Börnin eru konungborin og lifa lífi sínu eftir því, þar til þau verða fyrir því óláni að faðir þeirra kvongast á ný. Nýja drottningin er reglulegt galdraflagð. Dótturina sendir hún í burtu úr höllinni en á synina leggur hún þau álög að þeir breytist í svani á björtum degi og megi einungis öðlast sitt mennska form er sól hnígur til viðar. Þegar systirin, Elísa, er orðin fimmtán ára hittir hún bræður sína á ný og verður vísari um örlög þeirra. Hún sver þess dýran eið að rifta álögunum sama hvað það kosti. Henni vitjast lausn í draumi, en sú er ekki þrautalaus og fleiri steinar eiga eftir að verða í götu hennar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Svanirnir" er fallegt ævintýri um systkinakærleik, sem um leið blandar saman mörgum þekktum ævintýraminnum. Sagan inniheldur aukinheldur ýmsar vísanir, sem útskýrðar eru á vandvirknislegan máta í neðanmálsgreinum. rn
-
Fra 10,99 kr. Í kínverska keisaradæminu er mikið um dýrðir, postulínshallir og skrúðgarðar gleðja þar gestsaugu. Öllum sem heimsækja staðinn ber þó saman um að af beri söngur næturgalans, sem syngur fyrir fátæka fólkið á kvöldin. Um þetta les keisarinn sjálfur í bók, dag nokkurn, og verður steinhissa á því að hafa ekki fyrr vitað um tilvist næturgalans. Óðara lætur hann senda út leitarflokk, til að finna fuglinn, svo hann megi hlýða á söng hans. Fuglinn syngur með mestu ánægju og keisarinn kemst við af fegurðinni. Fær hann nú fuglinum fasta stöðu við hirðina, sem hann gegnir ófrjáls um hríð, þar til stöðunni er ógnað af vélfugli sendum frá Japan. Þá sé litli fuglinn sér leik á borði, en fundum þeirra keisarans á þó eftir að bera aftur saman síðar. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Næturgalinn er eitt af hans frægustu verkum. Þar blandast, eins og í mörgum öðrum sögum hans, andstæðir heimar menningar og náttúru. Samskiptamátinn þessara tveggja póla markar sögunni áhugaverða sérstöðu, en hér talar fuglinn sama tungumál og mennirnir. Þessa staðreynd má túlka á ýmsa vegu, en sú fegursta er án vafa, að tungumál fegurðarinnar skiljist þvert á tungur og tegundir.
-
10,99 kr. Forríkur kaupmaður, sem ávaxtað hefur pund sitt á besta mögulega máta fellur frá. Sonur hans er ekki lengi að taka sig til og eyða arfinum. Fljótlega stendur hann uppi allslaus og vinasnauður, fyrir utan einn, sem af hjartagæsku sinni yfirgefur hann ekki. Sá sendir honum koffort, sem er gætt þeirri undarlegu náttúru að geta flogið. Kaupmannssonurinn stígur um borð og flýgur til fjarlægra landa. Þar kemst hann í kynni við kóngsdóttur, sem á hvíla undarleg álög. Þau verða óðara ástfangin, en beita þarf brögðum til þess að vinna hugi tengdaforeldranna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Koffortið fljúgandi" er einskonar rammasaga, svolítið í anda Þúsund og einnar nætur. Andersen setur hér sögu inní sögu og báðar eru skemmtilega í hans anda. Önnur inniheldur konunglega ástarsögu, en í hinni lifnar húsbúnaðurinn við. Báðar hafa þær boðskap, sem ungum og öldnum lesendum er til eftirbreytni.
-
64,99 kr. Við heyrum í skriðdrekunum er þeir nálgast, T-34. Þeir hafa séð okkur, hvíslar Lilli. Felið ykkur þar til hann er rétt við holuna, þá hlaupum við! Skelfileg lætin í skriðdrekanum nálgast óðum. Ég þekki óttann sem læðist upp hrygginn. Dauðinn er viss ef þeir hlaupa einni sekúndu of fljótt. Ég veit ekki hvernig við komumst upp, fæturnir hreyfast af sjálfum sér. Skriðdrekinn skríður yfir holuna og kremur allt sem er ofan í henni. Svo skröltir hann áfram...Þessi titill er gefinn út sem sögulegt skjal með notkun tungumáls þess tíma. Bókin kom upphaflega út árið 1960.Sven Hazel er dulnefni höfundarins Børge W.R. Pedersen, sem setti hann á svið sem rithöfund og stríðshermann. Sviðsetningin var hulin dulúð frá upphafi og eftir dauða hans kom á daginn að hann var sendur í fangahersveit sem sjálfboðaliði í þýska hernum. Með bláköldu raunsæi fangar hann hörmungar stríðsins, glæpi nasista og kaldhæðinn og grófan húmor hermanna. Bækur hans hafa selst í 50 milljón eintökum og eru einar vinsælustu stríðsbækur allra tíma.
- Lydbog
- 64,99 kr.
-
Fra 32,99 kr. Hvað er sannleikur? Það er varla til betri leið til að læra um sannleikann en gegnum ævintýri Hans Christian Andersen. Söguþráður þessara ævintýra skapar góðann grunn til að hugsa og ræða um sannleikann og siðferðislega fleti hans. Safn fyrir forvitna og samúðarfulla, unga jafnt og eldri lesendur, sem langar að sökkva sér í töfraheim hins ástkæra höfundar.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Nýju fötin keisaransSnædrottningin Hans Klaufi H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Hún amma" er á mörkum þess að vera örsaga og ljóð. Þar fer saman fagur myndmál Andersens, og boðskapur hans um eilífðina. Hún segir frá sorginni en líka því, hvernig hægt er að orna sér við angan minninganna, þegar ellin færist yfir.
-
Fra 32,99 kr. Sökktu þér töfra og galdraheim Hans Christian Andersen, þar sem prinsar og prinsessur fara í spennandi ævintýri! Með uppáhalds prinsana og prinsessurnar þínar í aðalhlutverki, munu þessar sögur heilla jafnt börn sem fullorðna. Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Prinsessan á bauninniSvanirnir Koffortið fljúgandiEldfærin Hans KlaufiSvínahirðirinn H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Hún amma" er á mörkum þess að vera örsaga og ljóð. Þar fer saman fagur myndmál Andersens, og boðskapur hans um eilífðina. Hún segir frá sorginni en líka því, hvernig hægt er að orna sér við angan minninganna, þegar ellin færist yfir.
-
Fra 10,99 kr. Hvað er hugrekki? Hvað þarf til þess að vera hugrakkur? Hvernig lýsir hugrekki sér? Fylgdu sögupersónum Hans Christian Andersen í ævintýrum sínum og uppgötvaðu hvað hugrekki þýðir fyrir þær. Safn fyrir forvitna og samúðarfulla unga og fullorðna lesendur. Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Þumalína Tindátinn staðfasti Óli Lokbrá H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Hún amma" er á mörkum þess að vera örsaga og ljóð. Þar fer saman fagur myndmál Andersens, og boðskapur hans um eilífðina. Hún segir frá sorginni en líka því, hvernig hægt er að orna sér við angan minninganna, þegar ellin færist yfir.
-
Fra 32,99 kr. Hvað er von? Vonin skín í gegn um ævintýrin í þessu safni. Láttu Hans Christian Andersen heilla þig og láttu uppáhalds sögupersónurnar þínar kenna þér um vonina og hvernig hægt er að finna hana á jafvel myrkustu tímum! Safn fyrir forvitna og samúðarfulla unga og fullorðna lesendur.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Svanirnir Næturgalinn Koffortið fljúgandi Litla stúlkan með eldspýturnar Svínahirðirinn H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Hún amma" er á mörkum þess að vera örsaga og ljóð. Þar fer saman fagur myndmál Andersens, og boðskapur hans um eilífðina. Hún segir frá sorginni en líka því, hvernig hægt er að orna sér við angan minninganna, þegar ellin færist yfir.
-
Fra 32,99 kr. Hvað er ást? Hvað þarf til þess að elska? Láttu ástkæru sögupersónurnar hans Hans Christian Andersen sýna þér hvernig ást getur verið, hvað þarf til að elska og hvernig ást getur birst á ólíka máta. Safn fyrir forvitna og samúðarfulla, unga og fullorðna lesendur.Safnið inniheldur eftirfarandi ævintýri:Hafmeyjan litla Ljóti andarunginn Móðirin Tindátinn staðfasti H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Hún amma" er á mörkum þess að vera örsaga og ljóð. Þar fer saman fagur myndmál Andersens, og boðskapur hans um eilífðina. Hún segir frá sorginni en líka því, hvernig hægt er að orna sér við angan minninganna, þegar ellin færist yfir.
-
64,99 kr. Porta á erfitt með að halda þungum skriðdrekanum á milli marserandi hermannanna. Ef hann missir einbeitinguna ryður hann niður heila herdeild. Risastór eldhnöttur lendir í kjarrinu fyrir framan farartækið. Hermennirnir stökkva úr skriðdrekunum og reyna að finna sér skjól. Hjörtun slá ótt og augun leyna ekki óttanum er þeir liggja í sólinni og bíða dauðans. Eldveggurinn rís upp til himins. „Orgel Stalíns" mumlar Heide óttasleginn. Porta gefur í og skriðdrekinn ryður sér leið um lönd og sólslegin vötn. Þeir eru í Moskvu árið 1941.Þessi titill er gefinn út sem sögulegt skjal með notkun tungumáls þess tíma. Bókin kom upphaflega út árið 1976.Sven Hazel er dulnefni höfundarins Børge W.R. Pedersen, sem setti hann á svið sem rithöfund og stríðshermann. Sviðsetningin var hulin dulúð frá upphafi og eftir dauða hans kom á daginn að hann var sendur í fangahersveit sem sjálfboðaliði í þýska hernum. Með bláköldu raunsæi fangar hann hörmungar stríðsins, glæpi nasista og kaldhæðinn og grófan húmor hermanna. Bækur hans hafa selst í 50 milljón eintökum og eru einar vinsælustu stríðsbækur allra tíma.
- Lydbog
- 64,99 kr.
-
Fra 10,99 kr. Andarkollan er himinlifandi þegar eggin hennar klekjast út og úr þeim skríða fallegustu andarungar sem hún hefur augum litið. Eitt eggið er stærra en hin og lætur bíða eftir sér, en andamamma ákveður að liggja nú á því samt, jafnvel þótt hænan hafi varað hana við að það sé áreiðanlega kalkúnaegg! Ekki er það kalkúni sem úr egginu kemur, en það er þó sannarlega ljót og einkennileg önd. Ljóti andarunginn er píndur og hrakinn um húsagarðinn. Hvar sem hann fer mætir honum sama viðhorfið, hann er ekki eins og hann á að vera og verður því að reyna að breytast. En það er hægara sagt en gert að vera annað en það sem hjartað býður þér. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Sögu hans „Ljóta andarungann" þarf vart að kynna, en hún hefur farið frægðarför um heiminn. Mörg hafa orðið til þess að lesa hana saman við ævi Andersens sjálfs, og leit hans að samþykki og sjálfsmynd í heiminum. Boðskapur sögunnar er sígildur og hlýtur að snerta hvern þann einstakling sem hefur upplifað sig utangátta og öðruvísi um dagana. rn
-
28,99 kr. Hrana saga hrings fjallar um þá félaga Hrana hring og Einar frá Stóruvöllum í Bárðardal. Viðurnefni sitt, hringur, fékk Hrani vegna þess að hann hafði rauðan hring á vinstri kinn. Verk þetta er einungis varðveitt í handriti frá 19. öld en sagan segir að mestu frá ævintýrum þeirra félaga á ferð sinni um Fljótsdal en Hrani hringur berst meðal annars við tröll á ævintýralegri ferð sinni.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Heiðarvíga saga er talin vera ein af elstu Íslendingasögunum. Hún segir frá afkomendum Egils Skalla-Grímssonar og átökum milli Húnvetninga og Borgfirðinga. Deilur þessa tveggja hópa enduðu svo á heiðinni Tvídægru en þaðan dregur sagan nafn sitt. Einnig er verkið kallað Víga-Styrs saga og Heiðarvíga.Sagan varðveittist ekki sérlega vel en það kom ýmislegt fyrir sem orsakaði það, bruninn í Kaupmannahöfn, blaðsíður týndust, skrifað var upp eftir minni og fleira í þeim dúr svo því miður hefur sagan ekki varðveist almennilega sem ein heild.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
64,99 kr. Hitler skortir mannafla svo hann nýtir hvern mann. Liðhlaupar, glæpamenn og pólitískir glæpamenn eru náðaðir og innritaðir. Þeir eru allir settir í refsihersveit og sendir í hinar hættulegustu sendiferðir. Blind hlýðni er mesta áskorunin. 20 sinnum á dag minna Prússar þá á að þeir eru í fangaherdeild og þurfa að verða bestu hermenn í heiminum. 27. Skriðdrekasveitinn þarf að berjast í stríði sem hermennirnir trúa ekki á.Þessi titill er gefinn út sem sögulegt skjal með notkun tungumáls þess tíma. Bókin kom upphaflega út árið 1953.Sven Hazel er dulnefni höfundarins Børge W.R. Pedersen, sem setti hann á svið sem rithöfund og stríðshermann. Sviðsetningin var hulin dulúð frá upphafi og eftir dauða hans kom á daginn að hann var sendur í fangahersveit sem sjálfboðaliði í þýska hernum. Með bláköldu raunsæi fangar hann hörmungar stríðsins, glæpi nasista og kaldhæðinn og grófan húmor hermanna. Bækur hans hafa selst í 50 milljón eintökum og eru einar vinsælustu stríðsbækur allra tíma.
- Lydbog
- 64,99 kr.
-
Fra 21,99 kr. Virtur prófessor finnst myrtur við þrep Háskólans í Búdapest og við tekur ævintýranleg atburðarás sem daðrar bæði við fantasíu og vísindaskáldskap. Óvenjuleg glæpasaga úr smiðju höfundar Sherlock Holmes.Silfuröxin er smásaga er birtist upphaflega í jólaútgáfu tímaritsins London Society árið 1883.Skotinn Sir Arthur Ignatius Conan Doyle (1859-1930), var læknir að mennt en varði tíma sínum í skrif á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni. Doyle endaði svo með að leggja læknasloppinn á hilluna, í þágu bókmenntanna. Hann er þekktastur fyrir glæpasögur sínar um einkaspæjarann sígilda, Sherlock Holmes, sem mörkuðu tímamót í þeirra glæpasagnahefð sem við þekkjum í dag. Doyle var afkastamikill rithöfundur og kom víða við og telja skrif hans meðal annars til fantasíu, vísindaskáldskapar, leikrita, ljóða og fræðirita.
-
Fra 28,99 kr. Á amerísku gufuskipi verður hinn taugaóstyrki Hammond vitni að óvenjulegu og grunsamlegu samtali milli tveggja meðfarþega sinna og leggur á ráðin að grípa inn í atburðarásina. Kómísk spennusaga frá höfundi Sherlock Holmes.Ferstrendi kistillinn er smásaga er birtist upphaflega í tímaritinu London Society árið 1881.Skotinn Sir Arthur Ignatius Conan Doyle (1859-1930), var læknir að mennt en varði tíma sínum í skrif á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni. Doyle endaði svo með að leggja læknasloppinn á hilluna, í þágu bókmenntanna. Hann er þekktastur fyrir glæpasögur sínar um einkaspæjarann sígilda, Sherlock Holmes, sem mörkuðu tímamót í þeirra glæpasagnahefð sem við þekkjum í dag. Doyle var afkastamikill rithöfundur og kom víða við og telja skrif hans meðal annars til fantasíu, vísindaskáldskapar, leikrita, ljóða og fræðirita.
-
Fra 48,99 kr. Þriðja ævintýri hins víðkunna og úrræðagóða einkaspæjara Sherlock Holmes, Baskerville-hundurinn, er ein þekktasta saga allra tíma og af flestum talin flaggskip hins stílhreina, eftirtektarsama og athugula píputottara Sherlock Holmes.Í þetta skipti fást þeir, Holmes og hinn dyggi aðstoðarmaður Dr. Watson, við ógnarskepnu sem herjar á Dartmoor í Devonshire sýslu norður Englands þegar myrkva tekur og ógnar því rósemis lífi sem annars er þar við lýðiÁrið 2003 völdu áhorfendur breska ríkisútvarpsins, BBC, bókina eina af sínum uppáhalds skáldsögum.Skotinn Sir Arthur Ignatius Conan Doyle (1859-1930), var læknir að mennt en varði tíma sínum í skrif á meðan hann beið eftir sjúklingum á læknastofu sinni. Doyle endaði svo með að leggja læknasloppinn á hilluna, í þágu bókmenntanna. Hann er þekktastur fyrir glæpasögur sínar um einkaspæjarann sígilda, Sherlock Holmes, sem mörkuðu tímamót í þeirra glæpasagnahefð sem við þekkjum í dag. Doyle var afkastamikill rithöfundur og kom víða við og telja skrif hans meðal annars til fantasíu, vísindaskáldskapar, leikrita, ljóða og fræðirita.rnrn
-
28,99 kr. Valla-Ljóts saga er Íslendingaþáttur sem fjallar um deilur og mannvíg í Svarfaðardal í kring um aldamótin 1000. Sagan er framhald af deilum þeim sem segir frá í Svarfdæla sögu. Bræðurnir Hrólfur, Halli og Böðvar standa frammi fyrir því að móðir þeirra hyggst gifta sig aftur og leggst einn bræðranna gegn því. Upphefjast þá deilur þar sem Valla-Ljótur kemur við sögu ásamt Guðmundi ríka.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Víglundar saga er skáldsaga og ein fyrsta þeirrar greinar hér á landi. Sögusvið bókarinnar er Snæfellsnes, Noregur og austfirðir að mestu. Hún gerist á 10. öld en talið er að hún hafi verið rituð á síðari hluta 14. aldar. Hún er svo varðveitt í tveimur skinnhandritum frá 15. öld.Verkið fjallar um ástir, líf og áskoranir þeirra Víglundar og Ketilríðar. Þau kynnast þegar Ketilríður er send í fóstur til foreldra Víglundar ung að aldri. Gerist það svo að Víglundur heldur til Noregs og Ketilríður er lofuð bónda nokkrum austur á fjörðum þegar hann kemur heim. Rekur Víglund einmitt á land fyrir austan, sökum vinda og þykist hann þar kannast við konu bóndans. Sagan tekur óvænta stefnu fyrir lesandann og ýmislegt óvænt kemur í ljós.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 10,99 kr. "Malla má ekki koma í fylgsni strákanna. Þeim finnst vera vond lykt af henni. Klöru finnst strákarnir mjög leiðinlegir. En hvað á hún að gera?Þetta er fimmta bókin í hinni vinsælu bókaröð um Klöru og vinkonur hennar. Bækurnar fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans. Bækurnar má lesa sjálfstætt, óháðar hver annarri."Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.
-
Fra 10,99 kr. "Klara er skotin í Benjamín. Hún er með gjöf handa honum. Einn daginn fær hún skilaboð frá Benjamín. Klara verður mjög glöð. En þegar Rósa fær sömu skilaboð hrynur allt. Og þegar Júlía fær svo líka sömu skilaboð fer allt úrskeiðis.Þetta er önnur bókin í hinni vinsælu bókaröð um Klöru og vinkonur hennar. Bækurnar fjalla um vináttuna, skólann og að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans. Bækurnar má lesa sjálfstætt, óháðar hver annarri."Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.
-
Fra 10,99 kr. "Klara og Rósa eru bestu vinkonur. Þær eiga vinkonuhálsmen og ætla báðar að vera prinsessur á grímuballinu í frístundinni. En svo byrjar Júlía í skólanum þeirra og þá verða skyndilega miklar breytingar hjá Klöru.Þetta er fyrsta bókin í hinni vinsælu bókaröð um Klöru og vinkonur hennar. Bækurnar fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans. Bækurnar má lesa sjálfstætt, óháðar hver annarri."Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.
-
28,99 kr. Vopnfirðinga saga segir frá deilum manna á milli í Vopnafirði á söguöld. Aðalpersóna sögunnar er Brodd-Helgi Þorgilsson. Sá ólst upp hjá afa sínum eftir að faðir hans var veginn. Viðurnefnið hlaut Helgi þegar hann aðstoðaði heimanaut í vígum við aðkomunaut með því að binda mannbrodd sinn á enni þess. Geitir Lýtingsson, Blængur og Halla koma einnig við sögu en deilur urðu milli þeirra Helga og Geitis. Berast svo hefndir milli manna uns sættir verða eins og tíðkast í flestum Íslendingasögum.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Víga-Glúms saga er með elstu Íslendingasögum en hún er talin rituð á fyrri hluta 13. aldar. Verkið er ævisaga og á sér stað á 10. öld. Söguhetja þess er Glúmur Eyjólfsson en hann var mikill vígamaður og hlaut þannig nafnið Víga-Glúmur. Hann hefur jafnvel verið talinn svipa til sjálfs Egils Skalla-Grímssonar, grimmustu hetju Íslendingasagnanna.Glúmur bjó á Þverá í Eyjafirði, hann var skáldmæltur en þótti einnig klókur bragðarefur. Upphaflega hélt hann til Noregs að sanna sig hjá frændum sínum en síðar hélt hann heim þar sem hann átti í deilum við nágranna sína eins og flestar hetjur Íslendingasagnanna.Sagan er sögð á skoplegan hátt og er hún háði blandin og skemmtileg lestrar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 10,99 kr. "Klara og vinkonur hennar eru í sannleikann eða kontór í púðaherberginu með strákunum. Klöru langar að kyssa Lúkas en ekki með tungunni eins og Júlía gerir. Allt í einu vill Stóri-Andrés vera með í leiknum... en Klara vill ekki hafa hann með.Þetta er þriðja bókin í hinni vinsælu bókaröð um Klöru og vinkonur hennar. Bækurnar fjalla um vináttuna, skólann og að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans. Bækurnar má lesa sjálfstætt, óháðar hver annarri."Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.
-
28,99 kr. Vatnsdæla saga hefst upphaflega í Noregi en færist svo heim til Íslands. Hún segir frá Ingimundi gamla og landnámi hans í Vatnsdal þar sem hann settist að og gerðist ættarhöfðingi. Verkið hefst eins og fleiri Íslendingasögur í heiðni en endar í kristni.Vatnsdæla saga er ættarsaga og fjallar um sögu fjögurra ættliða. Hún gerist í kring um árið 900 og telst því til yngri verka Íslendingasagnanna. Talið er að sagan hafi verið rituð á 13. öld.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.