Bøger af Arthur W. Marchmont

Filter
Filter
Sorter efterSorter Nyeste
  • af Arthur W. Marchmont
    31,99 kr.

    Sagan fjallar um bandaríska spæjarann Denver sem dulbýst sem Rússakeisari vegna þess hve sláandi líkir þeir eru. Denver stendur í þakkarskuld við keisarann og tekur því að sér lífshættulegt verkefni en brögð eru í tafli og óljóst hver er í hvaða liði, þar á meðal hin heillandi og undurfagra Helga sem bandaríski spæjarinn verður brátt ástfanginn af.Arthur W. Marchmont (1852-1923) var afkastamikill rithöfundur og blaðamaður. Hann skrifaði fjölda hetju- og spennusagna sem fjalla oft á tíðum um spæjara sem flækjast í alls konar pólitísk mál erlendis og þurfa að beita kröftum sínum og gáfum í að bjarga fólki frá mönnum í valdamiklum stöðum. Marchmont var mjög fær í að skapa margslungin verk og spennandi fléttur sem hafa afdrifarík áhrif á sögupersónurnar.

  • af Arthur W. Marchmont
    69,99 kr.

    Hamilton Tregethner stendur hryggbrotinn og þunglyndur á lestarstöð. Í einum klefanum rekst hann á undurfagra unga konu, og á við hana undarleg orðaskipti. Hún telur hann vera Alexis bróður sinn, sem hann þekkir engin deili á. Við þetta hefst óvænt atburðarrás með ófyrirséðum afleiðingum.Verkið er margrómað og þykir hafa töluvert menningarlegt gildi og varpa ljósi á siðmenninguna eins og hún hefur mótast fram til dagsins í dag.Arthur W. Marchmont (1852-1923) var enskur skáldsagnahöfundur og blaðamaður. Hann gaf út nokkurn fjölda skáldsagna sem gjarnan tókust á við hverfulleika mannlegs eðlis. Auk þess starfaði hann sem blaðamaður og ritstjóri í London.