Bøger på Islandsk
-
28,99 kr. Þorsteins saga hvíta er eins konar inngangur að Vopnfirðinga sögu. Hún segir frá Þorsteini, afa Brodd-Helga, sem tók drenginn ungan til sín í fóstur eftir að Þorgils faðir hans lést. Sagan er jafnan kölluð þáttur eins og á við um fleiri styttri sögur sem tilheyra öðrum stærri verkum.Verkið er varðveitt í fleiri en einni útgáfu og ber þeim ekki saman að öllu leyti sem skýrir að sum nöfn persóna hafa skolast til. Verkið er hvergi að finna á skinni en sagan þó talin sönn í sögulegu tilliti og vel rituð.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 10,99 kr. "Rósa og Júlía ætla að gista heima hjá Möllu. Klara getur ekki farið af því að hún er veik. Hún getur ekki heldur farið út á sleða. Svo þegar henni er batnað er snjórinn farinn. Getur hún núna gist heima hjá Möllu?Þetta er fjórða bókin í hinni vinsælu bókaröð um Klöru og vinkonur hennar. Bækurnar fjalla um vináttuna, skólann og það að verða eldri. Þær mæta lesandanum í veruleika hans. Bækurnar má lesa sjálfstætt, óháðar hver annarri."Line Kyed Knudsen (f. 1971) kom fyrst fram sem höfundur barna- og ungmennabóka árið 2003. Hún er nú orðin einn af langvinsælustu höfundum bóka fyrir þennan aldurshóp í Danmörku.
-
48,99 kr. Slakaðu á með náttúruhljóðum.Það snarkar í arninum og frá eldinum leggur þægilegan yl um stofuna. Antík úrið tifar og kötturinn teygir makindalega úr sér á gólfinu. Þú situr í þægilegum og mjúkum hægindastól og horfir á logana dansa í arninum.Rannsóknir hafa leitt í ljós að náttúruhljóð geta haft bæði slakandi og örvandi áhrif á heilann. Saga Sounds er samansafn þægilegra og fjölbreyttra hljóða sem þú getur notið þess að hlusta á þegar þú ætlar að slaka á, vilt ná betri einbeitingu eða vantar hjálp við svefn. Þessi sérhannaði hljóðheimur skapar róandi andrúsloft, einnig þekkt sem "ambience", sem þú getur notið hvar og hvenær sem er.Saga Sounds er samansafn þægilegra og fjölbreyttra hljóða sem þú getur notið þess að hlusta á þegar þú ætlar að slaka á, vilt ná betri einbeitingu eða vantar hjálp við svefn.
- Lydbog
- 48,99 kr.
-
48,99 kr. Slakaðu á með náttúruhljóðum.Sólin skín á milli trjátoppanna sem hreyfast lítillega í golunni. Fuglarnir syngja og í fjarska heyrist ljúfur lækjaniður. Þú nýtur þín í kyrrðinni og hlustar á notalega hljóma náttúrunnar.Rannsóknir hafa leitt í ljós að náttúruhljóð geta haft bæði slakandi og örvandi áhrif á heilann. Saga Sounds er samansafn þægilegra og fjölbreyttra hljóða sem þú getur notið þess að hlusta á þegar þú ætlar að slaka á, vilt ná betri einbeitingu eða vantar hjálp við svefn. Þessi sérhannaði hljóðheimur skapar róandi andrúsloft, einnig þekkt sem "ambience", sem þú getur notið hvar og hvenær sem er.Saga Sounds er samansafn þægilegra og fjölbreyttra hljóða sem þú getur notið þess að hlusta á þegar þú ætlar að slaka á, vilt ná betri einbeitingu eða vantar hjálp við svefn.
- Lydbog
- 48,99 kr.
-
48,99 kr. Slakaðu á með náttúruhljóðum.Vindurinn blæs fyrir utan gluggann og það hvín í trjánum. Rigninging slær taktfast á þakið og í fjarska heyrast drunur í þrumum. Innandyra er hlýtt og notalegt og lætin í veðrinu hafa róandi áhrif á þig.Rannsóknir hafa leitt í ljós að náttúruhljóð geta haft bæði slakandi og örvandi áhrif á heilann. Saga Sounds er samansafn af þægilegum og fjölbreyttum hljóðum sem þú getur notið þess að hlusta á þegar þú ætlar að slaka á, vilt ná betri einbeitingu eða vantar hjálp við svefn. Þessi sérhannaði hljóðheimur skapar róandi andrúsloft, einnig þekkt sem "ambience", sem þú getur notið hvar og hvenær sem er.Saga Sounds er samansafn þægilegra og fjölbreyttra hljóða sem þú getur notið þess að hlusta á þegar þú ætlar að slaka á, vilt ná betri einbeitingu eða vantar hjálp við svefn.
- Lydbog
- 48,99 kr.
-
70,99 kr. Seinni hluti Hómerskviðu er ferðasaga Odysseifs frá Trójuborg að stríði loknu. Ferðalag sem tók heil tíu ár líkt og stríðið sjálft. Kvæði með ævintýralegum blæ þar sem sjálfir undirheimar eru einn af viðkomustöðum Odysseifs.Ólíkt fyrri hluta Hómerskviðu, Ilíonskviðu, er saga Odysseifs mun léttvægari þar sem maðurinn og margbreytileiki hans er meginþema kvæðanna.Hin epísku kvæði, Ilíonskviða og Odysseifskviða, sem saman mynda Hómerskviðu eru grunnurinn af hinum forngríska bókmenntaarfi og elsta varðveitta bókmennt vestrænnar menningar.Ekki er mikið vitað um hið goðsagnakennda skáld Hómer sem á að hafa verið uppi í Grikklandi á 8. öld fyrir Krist, blindur og frá Jóníu. Epísku kvæðin Ilíons- og Odysseifskviður eru að öllu jafna eignuð honum og mynda þau hinar fornfrægu Hómerskviður; grundvöll forngrískra bókmennta. �
- E-bog
- 70,99 kr.
-
48,99 kr. Á tíma þar sem konur höfðu ekki kosningarétt, tilheyrðu eiginmanni sínum gagnvart lagabókstafnum og allar eignir þeirra og fé var í umsjá hans, gefur John Stuart Mill út hið nauðsynlega tímamótaverk Kúgun kvenna.Mill færir rök fyrir lagalegu og félagslegu jafnrétti milli karla og kvenna. Og að hinn lagalegi mismunur kynjanna; þeim misrétti sem kvennfólk stendur frammi fyrir, sé hin mesta hindrun fyrir framförum mannkynsins.Á þeim tíma er bókin kom út, árið 1869, ögraði hún hinum hefðbundnu félagslegu viðmiðum og hlutverkum kynjanna svo um munaði og hrykti í þeim stoðum svo eftir varð tekið um gjörvalla Evrópu.John Stuart Mill (1806-1873) var breskur heimspekingur, stjórnmálafræðingur og embættismaður. Stuðlaði hann að ýmsum framförum við hinar félagslegu og pólitísku kenningar samtímans og er hann talinn vera áhrifamesti enskumælandi heimspekingur 19. aldarinnar. Mill lagði áherslu á frelsi einstaklingins umfram ítökum ríkisvaldsins.
- E-bog
- 48,99 kr.
-
70,99 kr. Frásagnarkvæðið Ilíonskviða er fyrri hluti hinnar forngrísku Hómerskviðu og ort um miðbik 8. aldar fyrir Krist. Hið epíska kvæði er elsta varðveitta bókmennt vestrænnar menningar. Og þó enginn geti sagt til með algjörri fullvissu um upprunna þeirra og tilurð hafa kvæðin verið eignuð blinda kvæðaskáldinu Hómer.Ilíonskviða segir frá atburðum Trójustríðsins, þegar Grikkir sátu um Trójuborg. Fjallar kvæðið um síðasta ár umsátursins, sem stóð yfir í heil 10 ár, og innbyrðis átök milli Akkilesar og Agamemnon konungs.Upphafsorð kvæðisins er menis, eða reiði, sem er einmitt meginþema þessa elsta skáldskapar Grikkja.Ekki er mikið vitað um hið goðsagnakennda skáld Hómer sem á að hafa verið uppi í Grikklandi á 8. öld fyrir Krist, blindur og frá Jóníu. Epísku kvæðin Ilíons- og Odysseifskviður eru að öllu jafna eignuð honum og mynda þau hinar fornfrægu Hómerskviður; grundvöll forngrískra bókmennta.
- E-bog
- 70,99 kr.