Bøger på Islandsk
-
9,99 kr. Vorið 1993 voru dyrnar að gamla réttarsalnum númer 73 í þinghúsinu í Osló opn- aðar vegna eins umfangsmesta eiturlyfjamáls sem upp hafði komið í Noregi. Fjöl- margir einstaklingar voru flæktir í málið og það sem almenningi þótti sérstaklega alvarlegt var að starfsmenn á Fornebu flugvellinum í Osló höfðu leikið veigamikil hlutverk í smyglinu. Það sem hratt þessu máli af stað voru upplýsingar sem sænsk tollyfirvöld höfðu þefað uppi um mann frá Norrköping sem bjó í Pattaya í Thailandi. Hann hafði fengið háa peningaupphæð senda frá Svíþjóð til heimilis síns í Thailandi. Um leið kom í ljós að maður frá Osló hafði líka sent honum peninga. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 9,99 kr.
-
68,99 kr. Sannleikurinn er ekki eingöngu sagna bestur, heldur oftast ótrúlegri en besti skáldskapur. Það er væntanlega þess vegna sem bækurnar „Norræn sakamál" selj- ast árlega í stóru upplagi á hinum Norðurlöndunum. En í bókunum segja lögreglu- menn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka.Nú hafa íslenskir lögreglumenn gengist til liðs við norræna félaga sína og fyrsta bókin í þessum bókaflokki er komin út á íslensku, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum sem taka hinum erlendu ekkert eftir hvað varðar spennu og dulúð.Þess er vandlega gætt að fyllsta trúnaðar sé gætt í frásögnum lögreglumannanna. Dómur hefur gengið í öllum málunum sem fjallað er um og þau því orðin opinber. Þrátt fyrir þetta ákváðu íslensku lögreglumennirnir að sýna fulla aðgát í nærveru sálar og forðast að nota rétt nöfn íslenskra sakamanna í sögunum sem hér fara á eftir, bæði þeirra vegna og ekki síður aðstandanda þeirra.Íslensku sögurnar endurspegla störf lögreglumanna, lýsa vel starfsumhverfi þeirra og eljusemi við rannsókn mála sem oft virðast óleysanleg. Í bókinni er einn- ig rakin saga lögreglunnar í Reykjavík til ársins 1918 og merkileg saga fingrafara- rannsókna hérlendis þar sem fyrsta sönnun glæps með fingrafari sannaði sekt manns sem var með pottþétta fjarvistarsönnun og hefði annars sloppið undan klóm réttvísinnar.Það er von okkar lögreglumanna að þessi bók sé kærkomin viðbót í þá stóru flóru sakamálabóka fyrir er á markaðinum, því hvergi er að finna sannari glæpa- sögur en einmitt hér.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 68,99 kr.
-
9,99 kr. Það er ólíku saman að jafna að vera rannsóknarlögreglumaður úti á landi eða á höfðuðborgarsvæðinu. Enda þótt minna sé um alvarleg afbrot úti á landi eru aðstæður þar oft erfiðar og sjaldan sem lögreglumenn fá slíka aðstoð sem lýst er í þessari frásögn.Myndin gæti verið frá sviði sögunnar en er það ekki. Hún er frá Bíldudal.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 9,99 kr.
-
9,99 kr. Árið 1997 kom út bókin Lögreglan á Íslandi, stéttartal og saga; höfundar Þor- steinn Jónsson og Guðmundur Guðjónsson. Bókin var gefin út í samvinnu við Landssamband lögreglumanna með tilstyrk dómsmálaráðuneytisins. Hér á eftir er samantekt Guðmundar Guðjónssonar, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóran- um, byggð á söguþáttum hans um lögregluna í Reykjavík, svo og öðru efni sem í bókinni er, þar á meðal á frásögnum annarra um löggæslu utan Reykjavíkur, ein- kennisfatnað löggæslumanna og fleira. Í þeirri bók er gerð grein fyrir heimildum og því ekki tíundað sérstaklega varðandi einstök atriði í þessari samantekt. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 9,99 kr.
-
9,99 kr. Einn frægasti strokufangi Vestur-Þýskalands, bankaræninginn Ludwig Lugmeier, var handtekinn fyrir hreina tilviljun af fimm óvopnuðum reykvískum lögreglu- mönnum að kvöldi föstudagsins 29. júlí árið 1977.Í kjölfarið fylgdi mikil umfjöllun innlendra sem erlendra fjölmiðla af atburðinum, sem þótti með þeim merkari hér á landi. Eftir handtökuna endur- heimtust 277 þúsund mörk úr ránsfengnum. Nokkrum dögum seinna tóku um 50 þýskir lögreglumenn með alvæpni á móti Lugmeier þegar íslenskur rannsóknarlögreglumaður skilaði honum af sér á flug- vellinum í Frankfurt. Þar með lauk ævintýralegum og átakanlegum 18 mánaða flótta hans undan réttvísinni vítt og breytt um heiminn. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 9,99 kr.
-
9,99 kr. Fimmtudagurinn 3. nóvember 1988 hófst eins og hver annar dagur fyrir starfs- liðið á pósthúsinu við Købmagergade í Kaupmannahöfn. Líkt og venjulega var tekið á móti verðmætasendingum snemma morguns. Í þessum sendingum var m.a. að finna háar peningaupphæðir frá bönkum og pósthúsum um allt land sem voru sendar áfram í Nationalbanken. Þegar verið var að vinna með verðmætasending- arnar var farið eftir sérstökum öryggisreglum til að gera það erfitt eða ómögulegt að ræna þeim. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 9,99 kr.
-
9,99 kr. Á fjögurra ára tímabili urðu fjórir eldsvoðar í þorpi úti á landi sem sami maður var valdur af. Aldrei féll grunur á hann fyrr en eftir síðasta eldsvoðann og má segja að hann hafi komið upp um sig sjálfur. Hér á eftir verður hann kallaður X. Þegar upp komst að maðurinn hafði kveikt í þegar síðasti bruninn átti sér stað var farið að ganga á hann með hina brunana og að lokum játaði hann að eiga þar hlut að máli líka. Mikið tjón varð í þessum eldsvoðum en í a.m.k. einu tilfelli leit út fyrir að hann hefði bjargað einu fyrirtæki á staðnum frá stjórtjóni með vasklegri framgöngu áður en slökkviliðið kom á staðinn og fékk hann mikla viðurkenningu fyrir. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
- E-bog
- 9,99 kr.
-
28,99 kr. Finnboga saga ramma gerist á 10. öld og er sögusvið hennar aðallega Flateyjardalur í Suður-Þingeyjasýslu og Noregur um tíma. Sagan er með yngri Íslendingasögum og talin hafa verið rituð snemma á 14. öld. Hún segir frá Finnboga ramma sem borinn var út sem barn en bjargað af því ágæta fólki Gesti og Syrpu á Tóftum í Flateyjardal.Upphaflega var Finnbogi kallaður Urðarköttur en er hann fannst var hann reifaður í urð. Síðar bjargaði hann manni að nafni Finnbogi úr sjávarháska og þegar sá maður lést gaf hann Urðarketti nafn sitt. Viðurnefnið rammi hlaut hann svo af vexti sínum en Finnbogi var mikill vígamaður. Sagan er bæði fjölskrúðug og viðburðarík.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 9,99 kr. Keisari nokkur er óskaplega glysgjarn og sankar að sér fögrum munum og skrautlegum klæðum. Þegar ríki hans heimsækja tveir skraddarar, sem vefa undurfagurt efni þeirri náttúru gætt að vera ósýnilegt augum þeirra sem eru heimskir eða ekki stöðu sinni vaxnir, er hann ekki seinn á sér að grípa tækifærið. Saumamennirnir tveir eru hinsvegar óforskammaðir þorparar, sem vefa á tóma vefstóla og stinga gullinu og silkinu sem ætluð eru til fatasaumsins í sína eigin sekki. Enginn af þegnum keisarans – hvað þá hann sjálfur – geta séð fegurð vefnaðarins, sem vonlegt er. En enginn er hins vegar tilbúinn að viðurkenna meinta heimsku eða vanhæfi í starfi. Og nú stefnir í óefni. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Nýju fötin keisarans" er eitt af hans vinsælli ævintýrum, og lifir jafnvel í talmáli, þar sem ýmis efni þjóðfélagsumræðunnar eru gjarnan nefnd „nýju fötin keisarans". Ádeila sögunnar er hárbeitt, en á sama tíma bráðfyndin, þar sem lesendur fylgjast með hverju fyrirmenninu á fætur öðru ganga í gildru svikahrappanna og gera sig að fífli.
-
28,99 kr. Bandamanna saga er eina Íslendingasagan sem öll gerist eftir söguöld eða skömmu eftir 1050. Hún gerist að mestu í Miðfirði í Húnaþingi og svo á alþingi á Þingvöllum. Verkið fjallar um feðgana Ófeig Skíðason og Odd son hans. Sá yngri varð auðugur af verslun og keypti sér jörð á Mel í Miðfirði ásamt því að kaupa sér þar goðorð. Lendir hann svo í hinum ýmsu vandræðum þar sem faðir hans kemur honum til bjargar. Bandamanna saga er sögð á gamansaman hátt en deilir um leið á stétt höfðingja.Frásögnin er merkileg fyrir þær sakir að hún er varðveitt í bæði Möðruvallabók og Konungsbók. Útgáfurnar tvær eru ekki eins að öllu leyti og er sú sem finnst í Möðruvallabók töluvert lengri en hin, sem dæmi. Skiptar eru skoðanir fræðimanna á því hvor útgáfan hafi komið á undan.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 9,99 kr. Fátækur kóngsson á sér þann draum heitastan að fá keisaradótturina fyrir konu. Sú er þó hofróða nokkur og hvarflar ekki að henni að þýðast hann, þrátt fyrir að hann sé eftirsóttur meðal kvenna. Hún hafnar öllum hans fögru gjöfum á þeim forsendum að tilbúnir hlutir séu eigulegri en undur náttúrunnar. Kóngssonur bregður á það ráð að dulbúast sem svínahirðir og gabba prinsessuna til lags við sig. En oft leynist flagð undir fögru skinni – og öfugt!Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Svínahirðirinn" er spaugileg ádeilusaga þar sem gildismati byggðu á efnislegum gæðum er ekki gert hátt undir höfði. Andersen notar kunnuglega ævintýraformgerð, um prinsinn sem hyggur á bónorðsför, til að draga fram yfirborðskennda yfirstétt og hin raunverulegu verðmæti í lífinu.
-
28,99 kr. Eiríks saga rauða segir frá landkönnun norrænna manna bæði á Grænlandi og í Vesturheimi. Eiríkur rauði var hrakinn frá Íslandi og fór þaðan til Noregs þar sem hann tók upp kristna trú að ósk Noregskonungs. Verkið fjallar um áætlaða för Eiríks til Íslands frá Noregi en hann rak á land í Skotlandi þar sem hann varð veðurtepptur um hríð og kynntist konu. Áfram hélt hann svo en enn blésu vindar og hann endaði á því að finna Vínland.Sagan er talin hafa verið skrifuð snemma á 13. öld en hún er varðveitt bæði í Hauksbók og Skálholtsbók. Líkt og með aðrar Íslendingasögur sem varðveist hafa í fleiri en einu riti ber þeim ekki saman að öllu leyti. Þó er talið að sú útgáfa sem finnst í Skáholtsbók sé líkari upphafsgerðinni frá 13. öld.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 27,99 kr. Grænlendinga saga segir að mörgu leyti frá sama efni og Eiríkssaga rauða en þó ekki á alveg sama hátt. Hún er talin hafa verið rituð um miðja 13. öld og hefur það varðveist í Flateyjarbók.Verkið segir frá því þegar Bjarni Herjólfsson hóf leit að föður sínum sem hafði farið ásamt Eiríki rauða til Grænlands. Einnig segir frá Leifi heppna, landafundum hans og hvernig hann hlaut viðurnefni sitt. Guðríður Þorbjarnardóttir kemur einnig við sögu en sú kona var talin vera víðförlasta kona heims í kring um árið 1000. Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
-
Fra 9,99 kr. Prinsessa nokkur hefur látið þau boð út ganga, að hún muni taka sér fyrir eiginmann þann biðil sem best komi fyrir sig orði. Allir þeir ungu menn sem nokkuð telja sig hafa til brunns að bera leggja af stað í bónorðsför. Það gera einnig bræður tveir sem þykja afburða gáfaðir. Faðir þeirra ljær þeim gæðinga mikla til fararinnar, en þegar þeir eru við það að hleypa úr hlaði birtist þriðji bróðirinn. Sá þykir heldur fákænn, en er engu að síður staðráðinn í að vinna ástir prinsessunnar. Bræður hans gera að honum stólpa grín, en mun Hans Klaufi reynast sá orðsnjallasti af öllum saman?Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Hans Klaufi er eitt af grínartugri ævintýrum hans. Þrír bræður á leið út í heiminn að biðja prinessu er ekki óalgengt ævintýraminni úr munnlegri hefð. En hér tekst Andersen, með smellnum vísunum, að færa það nær samtíma sínum – og deila á hann um leið.
-
Fra 9,99 kr. Hræðilega vondur kóngur svífst einskis til þess að ná yfirráðum yfir öllum sem á vegi hans verða. Með hrottalegum herförum og klækjabrögðum vinnur hann undir sig hvert landsvæðið á fætur öðru. Allir óttast hann og ekki að ástæðulausu. Dag einn fær hann þá flugu í höfuðið að hann verði að sigrast á guði sjálfum. Hugmyndin heltekur hann og eyðir hann árum og dögum í að smíða fullkomin flugskip og mikilsvirk vopn til hernaðarins. En mótspyrnan kemur úr óvæntri átt og er ill við að eiga. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Vondi kóngurinn" er skopleg saga um valdhafann sem ofmetnast og skortir samkennd og samúð. Hið smáa sigrar það stóra á eftirminnilegan hátt og minnir á að oft getur lítil fluga velt þyngra hlassi en búist var við.
-
28,99 kr. Eyrbyggja saga er sérstök og heldur frábrugðin helstu Íslendingasögum. Bygging hennar er frábrugðin og persónur hennar skarast gjarnan á við það sem þekkist úr Brennu-Njáls sögu og Laxdælu sem dæmi. Sögusviðið er norðanvert Snæfellsnes um og eftir árið 1000.Sagan fjallar um Snorra goða Þorgrímsson, litríkan og blendinn málafylgjumann og segir frá valdaferli hans á hugmyndafræðilegan hátt. Verkið fjallar ekki einvörðungu um ævi Snorra heldur er það skýr þjóðfélagsspegill þess tímabils sem sagan spannar. Ljóst er að höfundur veitir samfélagslegum þáttum á söguöld mikla athygli en Sturla Þórðarson hefur gjarnan verið nefndur sem hugsanlegur höfundur sögunnar.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Fóstbræðra saga gerist á síðari hluta 10. aldar og er sögusvið hennar Ísland, Grænland og Noregur. Sagan segir frá fóstbræðrunum Þormóði Kolbrúnarskáldi og Þorgeiri Hávarssyni. Þrátt fyrir sterk vinabönd og samleið eru þeir félagar ansi ólíkir. Þorgeir er vígamaður mikill og heiðinn en Þormóður er kvennamaður og skáld sem á auðvelt með að laga sig að aðstæðum og getur til að mynda tekið upp nýja trú án vandræða.Sagan er frábrugðin helstu Íslendingasögum að mörgu leyti og má þá helst nefna höfundarafstöðu. Í flestum Íslendingasögum er höfundur ósýnilegur en í þessu verki talar höfundur hér um bil beint til lesandans. Sagan þykir heillandi fyrir skemmtilegar lýsingar og sérstæðan stíl og má þess geta að Gerpla eftir Halldór Laxness er byggð á verki þessu.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Egils saga Skalla-Grímssonar er einna elst Íslendingasagna ásamt því að vera sú blóðugasta. Verkið fjallar aðallega um víkinga og gerist því að mestu utan landsteinanna. Aðalpersóna sögunnar er aðeins ein, Egill Skalla-Grímsson. Sá lét strax til sín taka á unga aldri og er að öllum líkindum grimmasta hetja Íslendingasagnanna.Sagan einkennist af víkingaferðum, ránum, bardögum og því sem helst einkenndi líf víkinga fyrr á öldum. Jafnframt koma við sögu ýmsir galdrar, yfirnáttúrulegar verur, rúnaletur og ásatrú.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Grettis saga fjallar um Gretti sterka Ásmundarson frá Bjargi í Miðfirði. Hann var ógnarsterkur og hræddist fátt. Verkið segir frá æsku Grettis og uppvexti, lífshlaupi hans og óláni. Einna þekktust er sagan af útlegð hans sem endaði í Drangey í Skagafirði þar sem hann var að lokum veginn. Grettis saga telst til þekktustu og vinsælustu Íslendingasagna og er mikilvæg lesning fyrir alla unnendur þeirra.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Gísla saga Súrssonar er einna vinsælust Íslendingasagna og er Gísli talinn til ástsælustu hetja þeirra. Saga þessi er líklega rituð um lok 13. aldrar en sögusviðið er að mestu Vestfirðir, einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður. Talið er að kjarni sögunnar sé sannur en hún hafi þó að miklu leyti fengið á sig skáldlegan búning.Verkið fjallar um ósættir og mannvíg þar sem hinn forni frændsemisháttur ríkir. Helstu persónur bókarinnar eru Gísli Súrsson, Auður kona hans, Þorkell bróðir Gísla og Þorgrímur goði. Sagan þessi er ein þeirra Íslendingasagna sem hefur verið kennd í gunn- og menntaskólum landsins um árabil.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 9,99 kr. Harmþrungin móðir situr yfir sóttarsæng barnsins síns þegar gamlan mann ber að garði. Hún býður honum inn en meðan á heimsókninni stendur rennur henni í brjóst örskots stund. Þegar hún vaknar aftur hefur gamli maðurinn, sem reyndar var dauðinn sjálfur, horfið burt og tekið veika barnið með sér. Yfirkomin af sorg leitar móðirin allra leiða til að elta dauðann uppi og endurheimta barnið sitt. Ýmsar hindarnir verða á leið hennar og hún verður að færa margar fórnir og stórar. Að endingu tekst henni að ná í skottið á dauðanum, en það er ekki fyrir hvern sem er að breyta framgangi örlaganna. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Móðirin" er einkar sorgleg saga sem gengur lesendum hjarta nær. Boðskapur hennar fylgir fremur lífinu en rómantískri uppskrift, og talar til allra þeirra sem tekið hafa á móti dauðanum, en einnig þeirra sem velt hafa því fyrir sér hvort dauðinn sé ef til vill betri kostur.
-
Fra 9,99 kr. Við götu nokkra stendur gamalt strætisljósker. Það hefur staðið þar alla sína strætisljóskers tíð og þekkir ekkert annað. Nú er hins vegar komið að leiðarlokum því þetta er síðasta kvöld þess í embætti sínu. Daginn eftir skal það fært á skrifstofuna og örlög þess ráðin af embættismönnum. Ljóskerið gamla kvíðir framtíðinni sem er býsna loðin, hvort það verði brætt niður eða flutt í annan stað. Mest óttast það þó að tapa þeim minningum sem það hefur öðlast gegnum ævina. Nú og einnig að skiljast við næturvörðinn og konu hans. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Sagan um strætisljóskerið hefst á þeim orðum, að hún sé líklega ekki sérlega skemmtileg saga. Það kann að vera rétt en þó tekur hún til eins stærsta viðfangsefnis lífsins, nefnilega þess að verða gamall. Þótt það sé ekki sérlega skemmtilegt, speglar sagan af strætisljóskerinu innra líf flestra þeirra sem standa frammi fyrir því að eldast og láta af störfum. Og óttann við að vita ekki hvað bíður þegar ævikvöldið nálgast.
-
Fra 9,99 kr. Storkafjölskylda nokkur á sér hreiður á þaki yst í þorpinu. Þar stendur storkapabbi á öðrum fæti en storkamamma gætir hreiðursins með ungunum í. Á hverjum degi koma börnin úr þorpinu og leika sér í námunda við hreiðrið. Þegar þau sjá storkana taka þau verstu þeirra uppá því að syngja ljóta vísu, sem meðal annars fjallar um hræðileg örlög sem ætluð eru storkaungunum. Þeir verða sem von er óttaslegnir og sækja huggunar til móður sinnar, sem reynir að fá þá til að láta sem ekkert sé. Storkarnir litlu vaxa úr grasi og ala með sér hefndarhug í garð barnanna sem sungu kvæðið. Þegar þeir hafa verið teknir í fullorðinna tölu og ráða sér sjálfir, hyggjast þeir láta til skarar skríða. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. „Storkarnir" er grimmileg saga, þar sem leikið er að goðsögnum og þjóðtrú á nokkuð kaldranalegan máta. Andersen tekst þar að ávarpa ýmis málefni sem voru honum hugleikin, svo sem að vekja börn til umhugsunar um hvernig þau koma fram við smælingja. Afleiðingarnar sem börnin í sögunni verða að stæta, fyrir að hafa hrellt storkana, eru þó nöturlegri en tárum taki.
-
28,99 kr. Flóamanna saga er talin rituð um 1300 en hún hefur varðveist í tveimur útgáfum sem eru heldur frábrugðnar hvor frá annarri. Sögusviðið hennar er Gaulverjabær á Suðurlandi en einnig teygir hún sig til Noregs, Bretlands og Grænlands.Verkið fjallar um Þorgils Örrabeinsstjúp, nokkuð dæmigerða íslenska hetju sem tekur upp kristni og uppsker í kjölfarið reiði þrumuguðsins Þórs. Auk hans koma við sögu þekktar persónur eins og Ingólfur Arnarson, fóstbróður hans Leifur, Eiríkur rauði og Ásgrímur Elliða-Grímsson. Verkið er vel uppbyggt og þykir frásögnin frá dvölinni á Grænlandi áhrifamikil og nokkuð raunsönn.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Brennu-Njáls saga er segnnilega þekktasta Íslendingasagan og er hún kennd við flesta menntaskóla á Íslandi enn í dag. Sagan fjallar um hugrakkar hetjur sem leggja allt undir til þess að verja sæmd sína og heiður. Atburðir sögunnar gerast flestir á suðurlandi en þó einnig utan landsins.Í upphafi segir frá lífi fólksins á Hlíðarenda, þeirra Gunnars, Hallgerðar Langbrókar og sona þeirra. Síðar tekur við frásögn af lífi Njáls á Bergþórshvoli, Bergþóru konu hans og drengja þeirra. Sagan einkennist af bardögum, hefnd, tilraunum til sátta og síðast en ekki síst fjallar hún um einn hörmulegasta atburð Íslendingasagnanna, Njálsbrennu sem sagan dregur nafn sitt af.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
28,99 kr. Bjarnar saga Hítdælakappa segir frá Birni Arngeirssyni frá Borg í Mýrum, afkomanda Egils Skalla-Grímssonar. Sagan fjallar um Björn þennan og deilur hans við mann að nafni Þórður Kolbeinsson. Sögusvið bókarinnar er Borgarfjörður en Björn hélt einnig utan þar sem hann hlaut lof fyrir hreysti sitt. Sagan er heldur frumstæð en í senn áhugaverð og skemmtileg.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 9,99 kr. Litli Kláus á einn hest, en stóri Kláus fjóra. Alla daga vikunnar nema sunnudag verður litli Kláus að lána sinn eina hest fyrir plóginn með hestum stóra Kláusar. Á sunnudögum hefur hann þó hópinn fyrir sig og færist kapp í kinn við jarðvinnuna. Hann freistast til að eigna sér hrossin í huganum og í orði, en það getur stóri Kláus ekki þolað og drepur hestinn hans litla Kláusar. Sársorgmæddur heldur litli Kláus af stað í ferð með hrosshúðina með sér í pokaskjatta. Fyrstu nóttina biðst hann gistingar hjá bændahjónum, sem hann á síðar eftir að leika laglega á. En sú brella er bara sú fyrsta í röð bellibragða sem hann notar til að ná fram hefnd sinni á stóra Kláusi. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Sagan af Kláusunum tveimur er á yfirborðinu kímileg saga þar sem valdamikið illmenni hlýtur makleg málagjöld. Ofbeldið í sögunni er þó umtalsvert og þeir félagar svífast einskis til að láta bellibrögð sín og fjárgræðgi ná fram að ganga.
-
Fra 9,99 kr. Oflátungslegur flibbi bítur í sig þá hugmynd að hann sé kominn á giftingaraldur. Hann fer á fjörurnar við fallegt sokkaband í þvottakörfunni, en fær afdráttarlausa höfnun. Strauboltinn tekur málskrúði hans fortum fjarri og skærin sníða í hann rifu til að sýna vandlætingu sína. Loks leitar hann ásjár hjá greiðunni, en hún reynist lofuð öðrum. Þegar nálgast ævikvöldið hyggst flibbinn fegra sögu sína, og segir hana fjálglega. En dramb er falli næst og hans bíða nokkuð óvænt örlög. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson. H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í „Flibbanum" eiga sér stað töfrar, eins og svo oft í sögum Andersens, og dauðir hlutir öðlast líf og mennsk persónueinkenni. Oftar en ekki má draga lærdóm af þessum sögum, og endurspegla hlutirnir gjarnan kosti og galla mannfólksins. Úr verður skemmtilega kaldhæðin táknsaga, með bísna nútímalegan boðskap í anda samþykkis og sannsögli.
-
28,99 kr. Færeyinga saga gerist í Færeyjum á 10 öld. Verkið segir frá þeim Sigmundi Brestissyni og Þrándi í Götu sem áttu í deilum um yfirráð í Eyjunum um árið 1000. Þrándur sá er talinn einn eftirminnilegasti skúrkur íslenskra fornsagna en Sigmundur er svarinn í ætt við hetjur eins og Gunnar á Hlíðarenda.Sagan fjallar um kristnitöku í Færeyjum en líkt og á Íslandi gekk hún ekki átakalaust fyrir sig. Færeyinga saga er skemmtileg og nokkuð ólík helstu Íslendingasögum.Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
- E-bog
- 28,99 kr.
-
Fra 9,99 kr. Í fögrum garði er margt að finna, ýmsar blómplöntur og jurtir lifa í sátt og samlyndi við smádýrin. Fyrir utan garðinn lifa stærri skepnur, svo sem kýr og kindur. Rósaviður er þar einn, sem springur út með fögrum blómstrum sumar hvert. Undir honum býr snigill sem hefur nokkuð háleitar hugmyndir um sjálfan sig. Rósaviðurinn og snigillinn eru sannarlega ekki sammála um aðalatriðin í lífinu. Þau takast á undir ólíkum formerkjum, en þegar öll kurl eru komin til grafar er erfitt að segja hvort hefur rétt fyrir sér. Þýðandi er Steingrímur Thorsteinsson.H.C. Andersen (1805-1875) er eitt þekktasta skáld Danmerkur. Eftir hann liggja á fjórða þúsund ævintýra sem þýdd hafa verið á meira en 125 tungumál. Í sögunni „Snigilinn og rósaviðurinn" bregður Andersen á þann leik að láta fyrirbæri úr náttúrunni velta fyrir sér heimspekilegum hugðarefnum mannanna. Þetta er ekki óþekkt bragð í skrifum hans og táknsögur af þessu tagi verða gjarnan til þess að ljá gömlum spurningum nýja vídd og aukið vægi.