Bøger på Islandsk
-
42,99 kr. Leidd hugleiðsla og slökun sem aðstoða þig við að slaka á og róa taugakerfi líkamans. Tilvalið til hlustunar þegar þú hefur þörf fyrir hvíld frá önnum dagsins. Bókin inniheldur 6 hugleiðslur sem eru allt frá fimm til tuttugu mínútur, sem gerir þér kleift að njóta hvar sem er, hvenær sem er.Auður Bjarnadóttir hefur kennt jóga undanfarna tvo áratugi. Hún er með kennsluréttindi í meðgöngujóga, hatha/ashtanga, kundalini, jóga nidra og jógaþerapíu. Auður leiðir fjölda námskeiða í Jógasetrinu þar sem hún sérhæfir sig í meðgöngu- og mömmujóga en hún býr einnig að því að vera Doula. Auður sá einnig um krakkajóga í Stundinni okkar og hefur þar af leiðandi kynnt jóga fyrir fólki á öllum aldri.Trine Holt Arnsberg er skynhreyfiþjálfari og kennari í núvitund. Trine leggur áherslu á úrræða og heildstæða nálgun þegar hún vinnur út frá heildrænum skilningi á heilsu fólks. Hún vinnur mikið með börn, hreyfingu og slökun.
- Lydbog
- 42,99 kr.
-
28,99 kr. Fótboltaliðið KF Mezzi er komið til Barcelona og þeirra heitasti draumur er að hitta átrúnaðargoðið sitt, hann Messi. En fyrst þurfa þau að keppa við röð af sífellt sterkari liðum jafnaldra sinna og til þess þurfa þau virkilega að sýna hvað í þeim býr og vinna saman sem lið. Svo kemur til sögunnar nýr strákur, hann Marco. Ætli hann verði keppnautur Tómasar um athygli Kristínar? Og fær liðið loksins að hitta Messi?KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004.Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggjatennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól. Hann býr í Espergærde í Danmörku með konu sinni og fjórum sonum.
-
28,99 kr. Tómas og vinir hans í KF Mezzi eru komnir upp um deild og fá því loksins að keppa við gamla liðið sitt, KFK. En eftir sérstaklega erfiðan leik kemur Daníel, þjálfari KFK, til Tómasar, Sölva og Bergs og býður þeim aftur í gamla liðið. Þeir séu nefnilega að fara í ferð til Hollands og vanti aukaleikmenn. Taka strákarnir boðinu? Eða halda þeir áfram í KF Mezzi og fara að skipuleggja sitt eigið ferðalag? Það fer allt eftir úrslitum leiks KF Mezzi og KFK.KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff fyrir 8-12 ára. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF Mezzi sem er blandað lið, það eru líka stelpur með í liðinu.Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004.Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggjatennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól. Hann býr í Espergærde í Danmörku með konu sinni og fjórum sonum.
-
Fra 9,99 kr. Stórfellt vopnað rán var framið hjá Jyske Bank, Falkoner Alle 72 á Friðriksbergi, mánudaginn 2. júlí 2001, klukkan 14.25. Ránsfengurinn var 103.600 dkr. Á flóttanum skutu ræningjarnir að tveimur lögreglumönnum og hæfðu annan þeirra í lærið. Þetta rán leiddi til þess að danska lögreglan fékk innsýn í starfsemi hryðjuverkasamtakanna FIS. Ætlun ræningjanna var að útvega fimm milljónir dkr. til kaupa á vopnum fyrir baráttu FIS- hreyfingarinnar í Alsír. FIS stendur á bak við blóðuga baráttu fyrir stofnun íslamsks ríkis í Alsír. Ræningjarnir þrír voru: Thierry Civelly, 25 ára franskur ríkisborgari, Mohammed Bettayeb, 33 ára franskur ríkisborgari af alsírskum uppruna, og Ismael Debboub, 52 ára alsírskur ríkisborgari. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 28,99 kr. Framhjáhald, hjónaskilnaðir, kynsvall, makamorð. Og allt gerðist þetta í sænskum hvítasunnusöfnuði.Handrit að afþreyingarmyndaflokki í sjónvarpinu hefði varla getað verið magnaðra, furðulegra né ólíklegra. En þetta var veruleiki!Atburðarásin í Knutby, opnaði nýjar gáttir í sænskri afbrotasögu; í ljós kom að ungt fólk, sem virtist vera á góðu róli félagslega og var þar að auki tengt innbyrðis af sterkri trúariðkun, reyndist töluvert öðruvísi en virtist við fyrstu sýn. Og lykilinn að þessu þekkjum við: Haustið 2004 var sálnahirðir safnaðarins dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt seinni eiginkonu sína. Hins vegar var hann sýknaður af ákæru um að hafa myrt fyrri eiginkonu sína sem lést við dularfullar aðstæður árið 1999.Hér skýra rannsóknarlögreglumenn frá atburðarásinni. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Í febrúar 2002 kom upp manndrápsmál sem setti óhug að flestum lögreglumönnum sem að rannsókn málsins stóðu. Rúmlega fimmtugur maður lét lífið fyrir það eitt að vera á röngum stað á röngum tíma. Engin tengsl voru milli mannsins og árásarmannsins. Árásarmaðurinn, sem var 23 ára, átti engan afbrotaferil að baki. Hann lenti í klóm fíkniefna en neysla hans varð til þess að hann framdi þennan voðaverknað. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Frá júní 2002 til maí 2003 var brotist inn í mörg stór einbýlishús í Gautaborg og öðrum borgum og bæjum í vestanverðri Svíþjóð. Eitt var það sem var með sama hætti í öllum innbrotunum og lögreglan dró af því þá ályktun að innbrotin væru öll framin af einum og sama manninum – þrátt fyrir að fjöldi innbrotanna benti til annars. Auk þess voru innbrotin framin af ótrúlega miklu áræði – í mörgum tilvikum voru húseigendurnir heima við þegar brotist var inn. Rannsóknin leiddi lögregluna að lokum á slóð 21 árs hælisleitanda sem hafði setið í fangelsi í heimalandi sínu þegar hann var unglingur og hafði mátt þola pyntingar. Var það ástæðan fyrir undarlegu verklagi hans? Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Þegar ég kom til vinnu föstudagsmorguninn 28. febrúar 2003 var mér sagt að hraðbanki hefði verið sprengdur í Brunflo sem er um 1,5 kílómetra austan við Östersund. Mér var líka sagt að hlutur, sem kynni að vera sprengja, lægi fyrir utan lögreglustöðina í Östersund. Mér var sagt að fara strax til Brunflo til að aðstoða við rannsókn málsins en ætlunin var að banka upp á hjá íbúum þar til að spyrja þá út í sprenginguna. Þegar ég var að yfirgefa lögreglustöðina var tilkynnt um brunninn bíl í nágrenni Lit, um 1,5 kílómetra norðan við Östersund. Á leiðinni til Brunflo hvarflaði að mér að þessi þrjú mál tengdust öll en ekkert var þó komið fram á þeirri stundu sem benti til þess.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Hér segir frá manni sem dreymdi um að vera höfuðpaur í glæpastarfsemi en komst ekki svo langt, alla vega ekki í fyrstu tilraun. Lögregla rannsakar hér áhugavert mál um glæpamenn með öflugt hugmyndaflug sem er því miður nýtt á dræmum sviðum, nánar tiltekið við fíkniefnasmygl. Lögregla kemst á snoðir um áætlanir glæpamanna fyrir tilviljun en verður að fylgja leikreglum til að ná í skottið á fíkniefnasmyglurum. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Finnska þjóðin varð fyrir miklu áfalli einn föstudagseftirmiðdag í október 2002 þegar sprengja sprakk í verslunarmiðstöð í Myyrmanni í Vanda. Í gegnum árin höfðu sjálfsmorðsárásir og aðrar hryðjuverkaaðgerðir átt sér stað annars staðar í heiminum en fáum hafði dottið í hug að eitthvað þessu líkt gæti gerst í Finnlandi. Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að sprengingin, sem menn héldu fyrst að væri einfaldlega óhapp, var verk eins manns. Atburðurinn vakti athygli um alla Evrópu og í Bandaríkjunum. Hvers vegna gerðist þetta? Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
19,99 kr. Það er nótt í borginni og frækinn flokkur hetja er tilbúin að mæta alræmdum skúrkum til að koma í veg fyrir að þeir eyðileggi fyrir þér daginn! Kynnist ofurhetjunum Connor sem breytist í Catboy, Amayu sem breytist í Owlette og Greg sem breytist í Gekko. Þau eru kannski búin ofurkröftum, en helsti kraftur þeirra er vináttan. Þegar PJ Masks vinna saman eru þau óstöðvandi. Þau eru tilbúin til þess að bjarga deginum, hvað með þig?PJ MasksKomdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, uglufauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkana og öll hin illmennin frá því að taka yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er tími til þess að vera hetja!PJ Masks var upprunalega sería í franskri myndabók. Serían öðlaðist vinsældir á heimsvísu þegar hún var sýnd í sjónvarpi árið 2015. Í hinum vinsælu Netflix og Disney seríum, fylgjumst við með Amaya, Connor og Greg sem eiga öll töfra náttföt sem geta breytt þeim í ofurhetjur á nóttinni. Amaya verður Owlette, Connor verður Catboy og Greg verður Gekko. Þegar nóttin skellur á, taka þau sig saman til þess að berjast á móti óvinum sínum Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrökkunum, Motsuki, Octobella, Pharaoh Boy og Munku-Gu til þess að bjarga borginni. PJ Masks geta gert allt með ofurkröftum sínum, ofurkattarendum, ofuruglufjöðrum og ofurgekkóskildum, en að lokum er öflugasta vopn þeirra alltaf vináttan og samvinnan. Serían hjálpar börnum að sigrast á næturkvíða og kennir gildi þess að vera góð manneskja.
- Lydbog
- 19,99 kr.
-
Fra 9,99 kr. Fjórir piltar á menntaskólaaldri sem bjuggu á Esbo gerðu sér áætlun til þess að verða ríkir. Þetta mál varð virkilega umsvifamikið og aðeins yfirheirslurnar spanna 262 blaðsíður. 27 einstaklingar voru yfirheyrðir. Á meðan á rannsóknarvinnunni stóð voru 36 sjálfstæð atvik rannsökuð til að öðlast betri yfirsýn yfir málið. Atburðarásin hefst 16. júlí 2001 þegar piltarnir hafa tekið ákvörðun um að myrða tvær manneskjur. Farsímasölumanninn Mauri Huhta og konu hans Eeva.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Hversdagslíf Lögreglu er oft mjög fjölbreytt og stundum furðulegt. Hér er fjallað um ýmis dæmi af afskiptum lögreglu sem eru nokkuð óvenjuleg. Hér er fjallað um ýmis óvenjuleg uppátæki almennings þar sem lögregla hefur verið kölluð til eða haft afskipti af fólki. Eftirfarandi frásagnir eru allar byggðar á raunverulegum atvikum.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 28,99 kr. Á sama hátt og fréttin af morðinu á Olof Palme forsætisráðherra skók Svíþjóð og heimsbyggðina 28. febrúar 1986 skók fréttin af hryllilegu morðinu á Önnu Lindh heimsbyggðina í september 2003. En í þetta sinn tókst lögreglunni að leysa málið fljótlega. Morðinginn var handtekinn eftir mikla rannsóknarvinnu. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Mál það sem hér verður rakið vakti mikla athygli á sínum tíma. Ung kona hringir til lögreglunnar í Kópavogi klukkan 20.30 að kvöldi og segist vera farin að óttast um sambýlismann sinn sem hún hefði ekki heyrt neitt frá síðan klukkan 10.00 um morguninn. Stuttu síðar hófst umfangsmikil leit aðstandanda að hinum týnda. Við rannsókn lögreglu kemur á daginn að einn aðstandenda hagar sér nokkuð grunsamlega. Tæknirannsókn leiðir síðan í ljós hver sé sekur.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Þann 24. janúar árið 2000 var Nils Skaug, 32 ára, handtekinn í Kristiansand vegna gruns um stórfellt smygl á kókaíni og öðrum fíkniefnum. Lögreglan fékk lausn málsins næstum því upp í hendurnar á silfurfati. Fyrst um sinn hafði hún rangan mann í sigtinu en hún fann nefnilega dagbók sem Skaug hafði skrifað í nákvæm minnisatriði um smyglstarfsemi sína, lúxuslíf og villt samkvæmi í Acapulco. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Rannsókn á íkveikju í Halland haustið 2002 leiddi til þess að lögreglunni tókst að koma upp um brotamann sem réðst á útlendinga af því að hann óttaðist þá og hataði. Hann sóttist líka eftir athygli! Athyglisþörfinni var fullnægt þegar fjölmiðlarnir fjölluðu um brot hans! Þegar búið var að handtaka manninn var ferilsskrá hans gerð upp og fleiri ódæðisverk litu dagssins ljós. En ekki fyrr en lögreglan hafði látið þýða það sem maðurinn hafði skrifað í dagbók sína, en hann notaðist við rúnaletur! Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Á hlýju föstudagskvöldi þann 27. júní 2003 kallaði hin 12 ára Mia til mömmu sinnar: ,,Ég fer á svifbrautina – kem heimklukkan tíu." En Mia skilaði sér ekki heim klukkan tíu. Klukkustundum síðar var Mia ekki enn fundin og lýst var eftir henni í fréttum. Eftir mikla leit í nágrenninu í þrjá daga fannst lík hennar grafið í kjarri við fótboltavöll ekki langt frá heimili hennar. Ljóst var að hún hafði mátt þola kynferðislegt ofbeldi. Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Fjórir ungir menn frá bænum Galati í norðausturhluta Rúmeníu hittust á óþekktum stað á Ítalíu og sammæltust þar um að fara saman í skemmtiferð. Enginn þeirra var með peninga meðferðis þegar þeir fóru frá Ítalíu eða þá að peningarnir voru búnir þegar þeir komu til bæjarins Torgau í Þýskalandi þar sem þeir frömdu tíu innbrot og stálu BMW-bifreið. Það er óljóst hvort þeir ætluðu sér til Danmerkur frá upphafi en þar enduðu þeir og þar hófst leitin að þeim.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ástæðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
64,99 kr. Enginn veit hvaðan Mómó kemur, hún býr í rústum hringleikahúss, er munaðarlaus og á enga nána fjölskyldu en hún er vinmörg vegna hæfileika hennar; að hlusta á aðra. Þegar grámennirnir mæta á heimaslóðir hennar og taka yfir borgina kemur í ljós hversu einstökum eiginleikum Mómó býr yfir.Grámennirnir stela tíma frá íbúum borgarinnar, þeir þykjast ætla að ávaxta tímann eins og banki en þegar fólk hefur látið tíma sinn í þeirra hendur gleymir það grámönnunum samstundis.Mómó gleymir þeim ekki og ásamt meistara Hora og skjaldbökunni sem sér fram í tímann berst Mómó gegn tímaþjófunum.Michael Ende (1929-1995) er einn þekktasti barnabókahöfundur Þýskalands, eftir hann liggur fjöldi verka sem hafa verið þýdd á yfir 40 tungumál. Hann ólst upp við hörmungar heimsstyrjaldarinnar síðari sem hafði mikil áhrif á skrif hans og þurfa persónurnar í sagnaheimi hans oft að takast á við ógnir og óréttlæti til að hið góða megi sigra. Skáldskaparheimur Michaels Ende er oft og tíðum súrrealísk blanda af raunveruleika og fantasíu og höfðar jafnt til barna sem fullorðinna. Þekktustu verk Michaels Ende eru Mómó og Sagan endalausa.
- Lydbog
- 64,99 kr.
-
9,99 kr. Komdu með PJ Masks í fjögur spennandi ævintýri! Skúrkarnir hafa gert hræðileg plön og hetjurnar verða að grípa til aðgerða. Hver hefur stolið öllum farartækjum PJ Masks? Hver mun vinna baráttuna um höfuðstöðvarnar? Er Owlette nógu hæf til þess að eiga gæludýr? Og hvað er eiginlega í óþokkakassanum hans Romeo? Þú munt fljótt komast að því!PJ MasksKomdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, uglufauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkana og öll hin illmennin frá því að taka yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er tími til þess að vera hetja!PJ Masks var upprunalega sería í franskri myndabók. Serían öðlaðist vinsældir á heimsvísu þegar hún var sýnd í sjónvarpi árið 2015. Í hinum vinsælu Netflix og Disney seríum, fylgjumst við með Amaya, Connor og Greg sem eiga öll töfra náttföt sem geta breytt þeim í ofurhetjur á nóttinni. Amaya verður Owlette, Connor verður Catboy og Greg verður Gekko. Þegar nóttin skellur á, taka þau sig saman til þess að berjast á móti óvinum sínum Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrökkunum, Motsuki, Octobella, Pharaoh Boy og Munku-Gu til þess að bjarga borginni. PJ Masks geta gert allt með ofurkröftum sínum, ofurkattarendum, ofuruglufjöðrum og ofurgekkóskildum, en að lokum er öflugasta vopn þeirra alltaf vináttan og samvinnan. Serían hjálpar börnum að sigrast á næturkvíða og kennir gildi þess að vera góð manneskja.
- Lydbog
- 9,99 kr.
-
Fra 61,99 kr. Háskólakennari, listaverkasali, læknir og enskur lávarður; fjórir menn með ólíkan bakgrunn koma saman með eitt sameiginlegt markmið: Að hnekkja á Harvey Metcalfe, sem sveik af þeim aleiguna. Hver hefur sín ráð til að vinna aftur það sem hann tapaði, en sá fjórði kemur með snilldaráform um að vinna saman að markmiðinu. Þeir þurfa þó að fara varlega - Metcalfe er klókur og jafnframt mjög hættulegur. Upphefst því eltingarleikur sem liggur meðal annars um Monte Carlo, veðreiðarnar í Ascot, Wall Street og fínustu listagallerí í London. Markmiðið er aðeins eitt: Að vinna aftur þá formúu sem Harvey Metcalfe skuldar - hvorki meira né minna.Jeffrey Howard Archer (f. 1940) er breskur aðalsmaður sem var meðlimur breska þingsins, en neyddist til að segja af sér í kjölfar hneykslismáls. Nær gjaldþroti tókst honum að vinna sér inn frægð með því að skrifa pólitískar spennusögur. Í dag hafa bækur hans selst í fleiri en 320 milljón eintökum um allan heim, þrátt fyrir að mál hans hafi verið tekið upp aftur og hann setið í fangelsi í nokkur ár. Hann hefur skrifað alls 42 verk, sem hafa verið þýdd á 33 tungumál.
-
9,99 kr. Amaya, Connor og Greg uppgötva bókarollu sem vísar leiðina að kröftugum fjársjóði á fjallinu dularfulla. En hún er horfin úr sýningarkassanum á borgarsafninu! Hver gæti hafa stolið henni? Vinirnir hafa sínar grunsemdir og þegar nóttin skellur á þurfa PJ Masks að gera það sem þau gera best - leysa leyndardóma og takast á við illræmda óþokka svo þeir setji ekki daginn úr skorðum.PJ MasksKomdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, uglufauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkana og öll hin illmennin frá því að taka yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er tími til þess að vera hetja!PJ Masks var upprunalega sería í franskri myndabók. Serían öðlaðist vinsældir á heimsvísu þegar hún var sýnd í sjónvarpi árið 2015. Í hinum vinsælu Netflix og Disney seríum, fylgjumst við með Amaya, Connor og Greg sem eiga öll töfra náttföt sem geta breytt þeim í ofurhetjur á nóttinni. Amaya verður Owlette, Connor verður Catboy og Greg verður Gekko. Þegar nóttin skellur á, taka þau sig saman til þess að berjast á móti óvinum sínum Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrökkunum, Motsuki, Octobella, Pharaoh Boy og Munku-Gu til þess að bjarga borginni. PJ Masks geta gert allt með ofurkröftum sínum, ofurkattarendum, ofuruglufjöðrum og ofurgekkóskildum, en að lokum er öflugasta vopn þeirra alltaf vináttan og samvinnan. Serían hjálpar börnum að sigrast á næturkvíða og kennir gildi þess að vera góð manneskja.PJ Masks™ og tilheyrandi vörumerki eru í eigu eOne/Hasbro og eru notuð með leyfi Hasbro. © 2021 Hasbro
- Lydbog
- 9,99 kr.
-
9,99 kr. Komdu með PJ Masks að leysa ný verkefni! Romeo og Night Ninja hafa tekið höndum saman til þess að minnka PJ Masks með nýjustu uppfinningu Romeo: Minnkaranum! Mun hetjunum takast að koma í veg fyrir að skúrkanir nái að framfylgja sínum hræðilegu plönum?PJ MasksKomdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, uglufauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkana og öll hin illmennin frá því að taka yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er tími til þess að vera hetja!PJ Masks var upprunalega sería í franskri myndabók. Serían öðlaðist vinsældir á heimsvísu þegar hún var sýnd í sjónvarpi árið 2015. Í hinum vinsælu Netflix og Disney seríum, fylgjumst við með Amaya, Connor og Greg sem eiga öll töfra náttföt sem geta breytt þeim í ofurhetjur á nóttinni. Amaya verður Owlette, Connor verður Catboy og Greg verður Gekko. Þegar nóttin skellur á, taka þau sig saman til þess að berjast á móti óvinum sínum Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrökkunum, Motsuki, Octobella, Pharaoh Boy og Munku-Gu til þess að bjarga borginni. PJ Masks geta gert allt með ofurkröftum sínum, ofurkattarendum, ofuruglufjöðrum og ofurgekkóskildum, en að lokum er öflugasta vopn þeirra alltaf vináttan og samvinnan. Serían hjálpar börnum að sigrast á næturkvíða og kennir gildi þess að vera góð manneskja.PJ Masks™ og tilheyrandi vörumerki eru í eigu eOne/Hasbro og eru notuð með leyfi Hasbro. © 2021 Hasbro
- Lydbog
- 9,99 kr.
-
9,99 kr. Hver hefur stolið öllum æfingabúnaðinum úr íþróttaskúrnum? Og hvað er eiginlega þessi dularfulli hvíti bolti sem gleypir í sig öll leikföngin? Catboy, Owlette og Gekko verða að beita öllum brögðum til þess að finna þjófana en það kemur í ljós að þetta eru illmenni sem þau hafa hitt áður! Mun PJ Masks takast að vinna saman til þess að bjarga deginum?PJ MasksKomdu með Catboy, Gekko og Owlette í ofurhetjuævintýri! Sigldu inn í nóttina í kattarbílnum, uglufauginni eða gekkóbílnum til þess að koma í veg fyrir Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrakkana og öll hin illmennin frá því að taka yfir borgina. Háttatíminn er rétti tíminn til þess að berjast gegn glæpum. Klæddu þig í náttfötin og farðu út í nóttina til þess að bjarga deginum, PJ Masks sýna þér hvernig. Það er tími til þess að vera hetja!PJ Masks var upprunalega sería í franskri myndabók. Serían öðlaðist vinsældir á heimsvísu þegar hún var sýnd í sjónvarpi árið 2015. Í hinum vinsælu Netflix og Disney seríum, fylgjumst við með Amaya, Connor og Greg sem eiga öll töfra náttföt sem geta breytt þeim í ofurhetjur á nóttinni. Amaya verður Owlette, Connor verður Catboy og Greg verður Gekko. Þegar nóttin skellur á, taka þau sig saman til þess að berjast á móti óvinum sínum Romeo, Luna Girl, Night Ninja, Úlfakrökkunum, Motsuki, Octobella, Pharaoh Boy og Munku-Gu til þess að bjarga borginni. PJ Masks geta gert allt með ofurkröftum sínum, ofurkattarendum, ofuruglufjöðrum og ofurgekkóskildum, en að lokum er öflugasta vopn þeirra alltaf vináttan og samvinnan. Serían hjálpar börnum að sigrast á næturkvíða og kennir gildi þess að vera góð manneskja.PJ Masks™ og tilheyrandi vörumerki eru í eigu eOne/Hasbro og eru notuð með leyfi Hasbro. © 2021 Hasbro
- Lydbog
- 9,99 kr.
-
Fra 64,99 kr. Í þessari fimmtu bók í bókaflokknum Norræn sakamál eru tekin til umfjöllunar þau sakamál sem hafa verið í kastljósinu í sínu landi á undanförnum misserum. Hæst ber án efa morðið á Önnu Lindh utanríkisráðherra Svíþjóðar í september 2003 og rannsóknina sem fylgdi í kjölfar þess. Þetta mál vakti alla Norðurlandabúa til umhugsunar um bæði eigið öryggi og öryggi stjórnmálamanna og þekktra persóna. Í kjölfar rannsóknarinnar beindust sjónir manna að ýmsum málum í samfélaginu svo sem málefnum innflytjenda, málefnum geðsjúkra og vinnubrögðum lögreglunnar.Frásagnirnar í bókinni eru sextán talsins og þar af fimm íslenskar. Flest málin hafa fengið umfjöllun í fjölmiðlum og ættu því að vera lesendum að einhverju leyti kunn. Frásagnirnar eru að vanda sagðar af lögreglumönnum sem stóðu að rannsókn þeirra.Í litlu samfélagi, eins og því sem við búum í, getur verið nokkuð vandasamt að fjalla um atburði eins og þá sem jafnan eru til umfjöllunar í þessum bókum. Jafnan er reynt að gera það samkvæmt bestu vitund og með þeim hætti að mál og málsatvik séu þungamiðja hverrar frásagnar en ekki þær persónur sem þar koma við sögu. Rannsóknaraðferðir lögreglunnar eru þau meginatriði sem reynt er að koma til skila í þessum frásögnum og vonandi hefur það tekist þokkalega.Í bókunum „Norræn sakamál" segja íslenskir lögreglumenn frá merkilegum málum sem þeir hafa unnið að, gera grein fyrir atburðarrás glæpanna, rannsókn þeirra og gefa raunsanna lýsingu á glæpamönnunum og ást- æðunum sem liggja að baki voðaverka, bæði með sögum frá hinum Norðurlöndunum og raunsönnun íslenskum sakamálum.
-
Fra 9,99 kr. Hans hugprúði er einungis lítið barn þegar honum og móður hans er rænt af tveimur ræningjum og þau flutt í helli langt frá mannabyggð. Þarna máttu þau dúsa í mörg ár eða allt þar til Hans hugprúði krafðist þess að fá að vita hver faðir hans væri. Nú voru góð ráð dýr því móðir hans þóttist þess fullviss um að ræningjarnir myndu aldrei sleppa honum. Hans neitaði þó að gefast upp og með þrautseigju tókst honum og móður hans að komast undan ræningjunum. Sögunni lýkur þó ekki hér því eftir skamma dvöl í heimahögum heldur Hans hugprúði út í heim með ekkert nema barefli að vopni og lendir ítrekað í ótrúlegum aðstæðum sem krefjast hugrekkis og kænsku. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.
-
Fra 10,99 kr. Gömul kona býr ein fjarri allri byggð og gætir gæsa sinna. Dag hvern rogast hún með grös og ávexti utan úr skóginum á bakinu án þess að kikna. Fólki líkaði ekki við gömlu konuna og töldu hana göldrótta. Dag einn verður á vegi hennar ungur og hraustur piltur sem býðst til að aðstoða hana við að bera níðþungar byrðarnar heim. Pilturinn fær að launum litlar öskjur meitlaðar úr smarögðum sem gamla konan sagði myndu ráða hamingju hans. Þegar hins vegar pilturinn kemur til borgarinnar er hann færður til hallarinnar og fyrir konunginn þar sem litlu öskjurnar reynast ráða meiru en bara hamingju unga piltsins. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.
-
Fra 9,99 kr. Konungur einn átti 12 dætur sem allar voru forkunnarfagrar. Á hverjum morgni vöknuðu dætur konungs, grunlausar um það hvers vegna skór þeirra væru gatslitnir, líkt og þær hefðu verið úti að dansa alla nóttina. Konungur vildi komast að hinu sanna og bauð hverjum þeim sem gat leyst ráðgátuna að giftast einni kóngsdótturinni. Ef ekki tækist að leysa ráðgátuna skildi sá hinn sami deyja. Margir freistuðust til að ráða í gátuna án árangurs og týndu þannig lífinu. Kemur þá til sögunnar særður hermaður sem hyggst reyna við ráðgátuna. Á vegi hans verður gömul kona sem virðist vita hvernig í pottinn er búið og gefur honum góð ráð. Hermaðurinn býst nú til að ráða gátuna um götóttu skóna þar sem kemur í ljós að dætur konungs eru kannski ekki alveg eins grunlausar og þær segjast vera. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.
-
9,99 kr. Í ævintýrinu Sagan um rófuna segir frá tveimur bræðrum, einum ríkum og öðrum fátækum. Sá fátæki hafði gerst bóndi og tekist að rækta risastóra rófu sem hann færði konungi og fékk að launum mikil auðævi, land og peninga. Ríki bróðirinn varð mjög öfundsjúkur og hyggst ráða bróður sinn af dögum en óvæntir atburðir koma í veg fyrir þann ráðahag. Ævintýri Grimmsbræðra eru löngu orðin þekkt um allan heim enda verið þýdd á fleiri hundruð tungumál. Þjóðsögur Grimmsbræðra hafa tekið töluverðum breytingum í aldanna rás án þess þó að missa upprunalegan boðskap sinn og í dag ganga þjóðsögur Jacobs og Wilhelms einfaldlega undir nafninu Ævintýri Grimmsbræðra.Bræðurnir Jacob og Wilhelm fæddust í Þýskalandi. Þeir voru málvísindamenn og sömdu þjóðsögur til að efla og styrkja þjóðsagnalist heimalandsins. Bræðurnir nutu töluverðrar hylli fyrir þjóðsögur sínar á 19. öld þótt margar þeirra hafi þótt verulega óhugnalegar. Meðal annarra þekktra ævintýra Grimmsbræðra eru Mjalllhvít, Rauðhetta og Öskubuska.