Bøger i Klassískar bókmenntir serien
-
42,99 kr. Eina örlagaríka nótt hittir hinn hugrakki skoski hershöfðingi, Macbeth, þrjár nornir sem spá fyrir um að hann muni einn daginn verða konungur Skotlands. Macbeth er skeptískur, en með hvatningu frá grimmilega metnaðarfullri eiginkonu sinni, frú Macbeth, drepur hann Duncan konung og tekur við konungsveldinu. Þegar hann er þvingaður til þess að fremja fleiri morð, spíralar Macbeth í ofsóknarbrjálæði og valdafíkn.Macbeth er meistaraverk sem og eitt af dimmustu verkum Shakespeare. Vinsældir þess og áhrif hafa tryggt það að að leikritið er víða flutt reglulega enn í dag.William Shakespeare (1564-1616) var breskt leikskáld, ritskáld og leikari. Hann er talinn eitt besta leikskáld í heimi sem og tungumálasmiður, sem skrifaði ljóð og sónettur og einnig gamanleik, hörmuleg og söguleg leikrit eins og "Rómeó og Júlía", „Hamlet", „Óþelló" og Makbeð". Shakespeare er ótrúlega áhrifamikill og vinsæll og hefur einnig fundið upp mörg orð og orðasambönd.
- E-bog
- 42,99 kr.
-
42,99 kr. Óþelló gerist á götum Feneyja og fjallar um hershöfðingjann Óþelló, sem er svartur maður sem hefur náð að rísa í tign þrátt fyrir fordóma samfélagsins. Jagó verður öfundssjúkur, þar sem honum líður eins og litið hafi verið framhjá honum við skipun hershöfðingja. Óþelló er kvæntur Desdemónu og Jagó leggur á ráðin að sannfæra Óþelló um að hún sé honum ótrygg sem endar á að hafa áhrifaríkar afleiðingar.Í fyrstu virðist Óþelló vera hin vanalega ástarsaga, en sagan hefur að geyma meiri flækjustig og harmleik en flest verk Shakespeare. Leikritið hefur verið flutt víða við fjölbreyttar undirtektir, þar sem tungumál og umfjöllun um sorg er sett fram á yfirvegaðan og merkilegan máta.William Shakespeare (1564-1616) var breskt leikskáld, ritskáld og leikari. Hann er talinn eitt besta leikskáld í heimi sem og tungumálasmiður, sem skrifaði ljóð og sónettur og einnig gamanleik, hörmuleg og söguleg leikrit eins og "Rómeó og Júlía", „Hamlet", „Óþelló" og Macbeth". Shakespeare er ótrúlega áhrifamikill og vinsæll og hefur einnig fundið upp mörg orð og orðasambönd.
- E-bog
- 42,99 kr.
-
44,99 kr. Í sígildri sögu Daniel Defoe fer ungi Englendingurinn Róbinson Krúsó á sjóinn til að verða ríkur og upplifa mikil ævintýri, en endar þess í stað strandaður einn á eyðieyju. Hér verður hann að nota alla hæfileika sína og hugvitssemi til að lifa af - sérstaklega þegar það blasir við honum að eyjan er ef til vill ekki í eyði ...Enski rithöfundurinn Daniel Defoe (ca. 1660-1731) er þekktastur fyrir skáldsögu sína "Róbinson Krúsó", en samhliða skrifum sínum lifði hann einnig spennandi lífi sem kaupmaður, blaðamaður og jafnvel njósnari. Daniel Defoe átti stóran þátt í upphafi skáldsagna á Englandi og skrif hans hafa haft mikil áhrif á sögu evrópskra bókmennta.
-
Fra 42,99 kr. Rómeó er í öngum sínum yfir stúlku sem vill ekkert með hann hafa, svo vinur hans tekur hann með sér í veislu í von um að aðrar fallegar stúlkur muni leiða hugann frá henni. Það tekst svo sannarlega. Þegar Rómeó læsir augunum við unga Júlíu er ást við fyrstu sýn. Til allrar óhamingju uppgötva Rómeó og Júlía brátt að þau tilheyra fjölskyldum sem eiga í ættardeilum og verða þau að halda rómantík sinni leyndri.Frægasta ástarsaga sem skrifuð hefur verið, Rómeó og Júlía, er vísun í bæði hreina sanna ást og harmleik. Óskarsverðlaunamyndin West Side Story um gengi New York-borgar sem berjast (og syngja) á götum úti er ein frægasta aðlögunin, sem og kvikmynd Baz Luhrmann frá árinu 1996, Romeo + Juliet með Leonardo DiCaprio og Claire Danes í aðalhlutverkum.William Shakespeare (1564-1616) var breskt leikskáld, ritskáld og leikari. Hann er talinn eitt besta leikskáld í heimi sem og tungumálasmiður, sem skrifaði ljóð og sónettur og einnig gamanleik, hörmuleg og söguleg leikrit eins og „Hamlet", „Óþelló" og Makbeð ". Shakespeare er ótrúlega áhrifamikill og vinsæll og hefur einnig fundið upp mörg orð og orðasambönd.
-
Fra 42,99 kr. "Að vera, eða ekki vera, þarna er efinn."Hamlet segir söguna af hinum unga krónprins Danmerkur. Faðir hans heimsækir hann sem draugur, til þess að segja honum að það var frændi Hamlets, Kládíus, sem varð honum að bana. Hamlet virðist láta undan brjálæðinu og hyggur á hefndir frænda síns, sem hefur nýlega kvænst móður hans. Verandi hugulsamur í eðli sínu, ákveður hann að setja upp leikrit sem er byggt á kringumstæðunum sjálfum í þeirri von að frændi hans muni í kjölfarið gefa sig fram.Hamlet er eitt af frægustu verkum Shakespeare og er víða talið með fremstu bókmenntum skrifuðum á ensku. Það er ekki nema von að hlutverk Hamlets hafi verið eftirsótt af stórleikurum eins og Ethan Hawke, Jude Law og Jonathan Pryce. Lesið verkið bæði fyrir fallega textann sem og tilfinningaríku samræðurnar.William Shakespeare (1564-1616) var breskt leikskáld, ritskáld og leikari. Hann er talinn eitt besta leikskáld í heimi sem og tungumálasmiður, sem skrifaði ljóð og sónettur og einnig gamanleik, hörmuleg og söguleg leikrit eins og "Rómeó og Júlía", „Hamlet", „Óþelló" og Makbeð ". Shakespeare er ótrúlega áhrifamikill og vinsæll og hefur einnig fundið upp á mörgum orðum og orðasamböndum.
-
61,99 kr. Phileas Fogg er Englendingur með mjög nákvæman persónuleika. Hann borðar morgunmat kl. 8:23, rakar sig kl. 9:37 og leggur af stað í Re-form klúbbinn kl. 11:30. Hann les, borðar og ferðast ekki. Einn dag, eftir að hafa lent í rifrildi vegna greinar á vegum the Daily Telegraph, veðjar hann við vini síni að hann geti ferðast í kringum allan heiminn á 80 dögum. Hann fer af stað, einungis í för með franska aðstoðarmanni sínum Passe-partout. Klukkan er 8:45 á miðvikudegi þann 2. október 1872 og hann ætlar sér að verða komin til baka fyrir 21. Desember. Umhverfis jörðina á 80 dögum er eitt frægasta verk Jules Verne. Kvikmynd var gerð eftir bókinni árið 2004 með Jackie Chan og Steve Coogan í aðalhlutverkum.Jules Verne (1828-1905) var franskur skáldsagnahöfundur sem skrifaði mest af ævintýra-skáldsögum, innblásnum af framförum vísinda á 19. öld. Með hjálp ritstjórans Pierre-Jules Hetzel skrifaði hann seríu af bókum kallaðar "Ótrúlegu ferðirnar", sem innihalda "Ferðlag til miðju jarðar" (1864), "Tuttugu þúsund mílur neðan sjávar" (1870) og "Umhverfis jörðina á 80 dögum" (1873). Víða er Verne mjög svo vinsæll á meðal bæði barna og fullorðinna og er hann einn mest þýddi höfundur allra tíma, sem heldur áfram að vekja andagift á meðal fólks um allan heim.