Bøger i Hreinsarinn serien i rækkefølge
-
Fra 9,99 kr. Bertram og vinir hans, Bjarki, Kasper og Felix, eru nýbúnir með grunnskólann og hafa stofnað klíku sem þeir kalla Krummana. Hylmarinn greiðir þeim fyrir innbrot og þjófnað á dýrum hönnunarhúsgögnum sem hann svo selur völdum viðskiptavinum. Bertram býr einn með mömmu sinni en hún starfar við framreiðslu á veitingastað. Hún heldur að Bertram vinni sér inn peninga með því að bera út auglýsingar. Bertram man ekki mikið eftir pabba sínum. Hann var ekki nema sjö ára þegar pabbi hans var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Dag einn sér Bertram dýran leðurjakka á veitingastaðnum þar sem mamma hans vinnur og stelur honum. Hann rekst á hlut sem er falinn í leynivasa í jakkafóðrinu. Þá hefst atburðarás sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar, ekki bara fyrir Bertram.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
-
Fra 9,99 kr. Roland Benito hjá kærudeild lögreglunnar er kallaður á vettvang ásamt kollega sínum til að yfirheyra tvo lögreglumenn í útkalli. Kvörtun hafði borist út af hávaða í heimahúsi, en í sömu andrá og lögregluna ber að garði stekkur maður út um glugga á fimmtu hæð. Ekkert virðist vera grunsamlegt við aðstæður. En forvitni Rolands vaknar þegar hann ræðir við dótturdóttur sína sem reynist vera besta vinkona dóttur fangavarðarins sem dó. Síðar heyrir hann orðróm um að fangi hafi látist í fangelsinu þar sem hann vann og að fangavörðurinn hafi sætt hótunum og eftirliti. Var þetta kannski eitthvað annað en sjálfsmorð? Fréttakonan Anne Larsen á sjónvarpsstöðinni TV2 á Austur-Jótlandi er einnig að fjalla um þessi mannslát. Í rannsókn sinni hnýtur hún um annað mannslát, af lögmanni sem lést í umferðarslysi. Hún kemst að því að öll þessi mannlát tengjast tilteknum fanga, barnamorðingjanum Patrick Asp, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð á barnungri dóttur sinni. Hann situr í sama fangelsi og fangavörðurinn starfaði.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
-
Fra 9,99 kr. Bertram vill ekki fara til lögreglunnar með hlutinn sem hann fann í fóðri stolna jakkans. Lögreglan er á eftir honum og hann kærir sig ekki um að koma nálægt laganna vörðum. Eitt kvöldið mannar hann sig upp í að hringja án þess að segja til nafns. En hann er drukkinn og búinn að reykja nokkrar jónur og lögreglan tekur hann ekki trúanlegan. Síðar kemst Bertram að því að mamma hans er í lífshættu. Hann reynir að vara hana við en hún tekur heldur ekki mark á honum. Hann bregður á það ráð að fylgjast með ferðum hennar og uppgötvar að hún er farin að vera með manni sem hann kannast ekkert við. Þegar Bertram gengur á hana viðurkennir hún að hún sé komin með kærasta og að þau ætli að flytja burt og hefja nýtt líf saman. Bertram grefst fyrir um hvar maðurinn býr og brýst inn í íbúðina hans til að komast að því hvaða mann hann hefur að geyma. Í fórum mannsins finnur hann fölsuð vegabréf og ljósmynd af manninum í leðurjakkanum sem hann stal á veitingastaðnum.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
-
Fra 9,99 kr. Anne Larsen kemst að því að lögfræðingurinn sem dó hafði hætt störfum skömmu eftir að hún tapaði máli fyrir rétti og skjólstæðingur hennar, barnamorðinginn Patrick Asp, var dæmdur til fangelsisvistar. Faðir verjandans er hæstaréttardómari og hann er horfinn sporlaust. Anne er stödd í fangelsinu að taka viðtal við fangelsisstjórann um fangann sem lést af of stórum skammti fíkniefna þegar Patrick Asp tekst að lauma að henni bréfi. Í því stendur að hann hafi verið ranglega dæmdur og að konan hans hafi verið viðriðin málið. Anne leitar konuna uppi á veitingastað þar sem hún starfar. Hún hittir líka son hennar, Bertram. Anne fær á tilfinninguna að þau séu bæði að leyna hana einhverju. Það er líka eitthvað grunsamlegt við Uwe Finch, kærasta konunnar. Hann hegðar sér eins og hann sé að villa á sér heimildir. Anne leitar til Rolands Benito og biður hann um aðstoð til komast að því hver maðurinn sé í raun og veru.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
-
Fra 9,99 kr. Þegar Anne Larsen sýnir Roland mynd af Uwe Finch, finnst honum eitthvað kunnuglegt við manninn. Eitthvað við augnsvipinn. Varla getur þetta verið sami maður og fórst í hótelbruna fyrir mörgum árum. Þegar fingraför staðfesta að þetta er sami maður er forvitni Rolands vakin. Hann vill komast að því hvers vegna maðurinn siglir undir fölsku flaggi og hvert erindi hans er í Árósum. Mamma Bertrams hefur fundið stolna leðurjakkann í herberginu hans og ætlar að skila honum til kærastans síns. Enn og aftur reynir Bertram að koma henni í skilning um að hún sé í lífshættu en hún bregst hin versta við og hlustar ekki á hann. Hún heldur því fram að hann sé afbrýðisamur og sakar hann um að hafa myrt barnunga systur sína. Bertram verður öskureiður, fær sér jónu og sofnar yfir sjónvarpinu. Í vímunni rennur hræðilegur sannleikurinn upp fyrir honum. Undir morgun þegar Bertram rankar við sér kemst hann að því að mamma hans hefur ekki skilað sér heim.Hreinsarinn er glæpasaga í sex þáttum.Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölda glæpasagna, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
-
Fra 9,99 kr. Nýjar upplýsingar í málinu leiða til þess að Roland Benito tekur upp rannsókn á meintu sjálfsmorði fangavarðarins. Nú veit hann með vissu hver Uwe Finch er og hann ákveður að láta Anne Larsen vita af því. Það var Anne sem útvegaði Roland fingraför Uwe Finch og hún hefur áður hjálpað honum við lögreglurannsókn. Bertram er illa brugðið þegar hann kemst að því hvað kom fyrir móður hans en skyndilega birtist fréttakonan Anne Larsen frá TV2 á Austur-Jótlandi. Bertram brotnar saman fyrir framan Anne og segir henni allt af létta. Anne segir honum að þau verði að forða sér hið snarasta. En það er of seint. Þegar Roland heyrir frétt af enn öðru mannsláti í útvarpinu óttast hann að Anne Larsen geti líka verið í hættu. Hann hringir í hana en fær ekkert svar. Þegar síminn hringir vonar hann að það sé hún en það reynist vera Leif Skovby, annar lögreglumannanna sem sinnti útkallinu þegar sjálfsmorðið átti sér stað. Leif vill hitta Roland. Það sem hann segir Roland breytir öllu. Roland fær lögreglumanninn til að hjálpa sér við að rekja síma fréttakonunnar en tekst honum að ná í hana áður en það verður um seinan?Hreingerningamaðurinn er glæpasaga í sex þáttum.Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).
-
Fra 41,99 kr. Bertram og vinir hans, Bjarki, Kasper og Felix, eru nýbúnir með grunnskólann og hafa stofnað klíku sem þeir kalla Krummana. Bertram býr einn með mömmu sinni en hún starfar við framreiðslu á veitingastað. Bertram man ekki mikið eftir pabba sínum. Hann var ekki nema sjö ára þegar pabbi hans var dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir morð. Dag einn sér Bertram dýran leðurjakka á veitingastaðnum þar sem mamma hans vinnur og stelur honum. Hann rekst á hlut sem er falinn í leynivasa í jakkafóðrinu. Þá hefst atburðarás sem á eftir að hafa skelfilegar afleiðingar, ekki bara fyrir Bertram.Roland Benito hjá kærudeild lögreglunnar er kallaður á vettvang ásamt kollega sínum til að yfirheyra tvo lögreglumenn í útkalli. Kvörtun hafði borist út af hávaða í heimahúsi, en í sömu andrá og lögregluna ber að garði stekkur maður út um glugga á fimmtu hæð. Ekkert virðist vera grunsamlegt við aðstæður. En forvitni Rolands vaknar þegar hann ræðir við dótturdóttur sína sem reynist vera besta vinkona dóttur fangavarðarins sem dó. Síðar heyrir hann orðróm um að fangi hafi látist í fangelsinu þar sem hann vann og að fangavörðurinn hafi sætt hótunum og eftirliti. Var þetta kannski eitthvað annað en sjálfsmorð? Fréttakonan Anne Larsen á sjónvarpsstöðinni TV2 á Austur-Jótlandi er einnig að fjalla um þessi mannslát. Í rannsókn sinni hnýtur hún um annað mannslát, af lögmanni sem lést í umferðarslysi. Hún kemst að því að öll þessi mannlát tengjast tilteknum fanga, barnamorðingjanum Patrick Asp, sem afplánar lífstíðardóm fyrir morð á barnungri dóttur sinni. Hann situr í sama fangelsi og fangavörðurinn starfaði. Inger Gammelgaard Madsen (f. 1960) er danskur rithöfundur. Inger Gammelgaard Madsen er grafískur hönnuður að mennt. Fyrsta glæpasaga hennar, „Dukkebarnet", kom út 2008. Hún hefur skrifað fjölmargar glæpasögur, meðal annars „Drab efter begæring" (2009), „Slangers gift" (2014), „Dommer og bøddel" (2015) og „Blodregn" (2016).